Flón á Fróni

Í fréttum stöðvar 2 klukkan 22.00 var rætt við prófessor við Chicago háskóla Robert Z. Aliber .  Ég vísaði í grein hans hér á síðunni fyrr í dag þar sem kemur fram hans álit á efnahagshruninu á Íslandi.  Í fréttunum sagði hann að það myndi enginn taka mark á íslendingum ef þeir breyttu ekki um stjórn á efnahagsmálum sínum og bætti við að það hefðu greinilega verið flón, fools = fífl við stjórn landsins undanfarin 2-3 ár.

Það er erfitt að stjórna þegar forveri manns situr í baksætinu og rífur í stýrið þegar honum þóknast.  

Það verður að gera þá kröfu á menn sem bjóða sig fram til þvílíkra trúnaðarstarfa fyrir landið sitt að þeir ráði við það.

Ráði við að taka á málum en bíði ekki eftir að þau leysi sig sjálf.

 Það er feillinn!

Það er dýrkeypti og sorglegi feillinn!

Geir H. Haarde á að segja af sér nú þegar fyrst hann réð ekki við málið.

Við erum hlægileg í augum alheimsins! 

Saklaust fólk líður nú vítiskvalir fyrir aðgerðarleysi og getuleysi þeirra kumpána Davíðs og Geirs og allra hinna.

Fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar á að vera að ákveða að bæta fólki það tjón sem núverandi stjórn hefur valdið.

Alveg eins og að bæta Bretum þá getum við bætt okkar fólki ævistarfið og sparnað sinn sem veruleikafirrt fólk á ofurlaunum  hefur sóað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er þér hjartanlega sammála.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 21.10.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

He he já heimsins auðvitað! Var dálítið heitt í hamsi!

Vilborg Traustadóttir, 21.10.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband