Auðvitað eiga þeir að svara fyrir gerðir sínar - allir

Auðvitað eiga þeir sem leitt hafa okkur í þá kreppu sem við öll nú sitjum í að svara fyrir gerðir sínar.

Þegar stjórnvöld hafa reynt að bæta fyrir það sem farið er og bjargað því við sem við höfum treyst bönkunum fyrir.  Bönkunum sem stjórnvöld einkavæddu og áttu að hafa eftirlit með.  Þá eða jafnvel samhliða þeirri vinnu eiga þau að láta rannsaka dæmið og sækja þá menn til ábyrgðar sem þeim ber.

Mér finnst með eindæmum grátlegt að forstjórar banka hafa á síðustu metrunum eitt sem svarar ævisparnaði venjulegs launafólks og vel það í glæsivillur erlendis!

Við viljum ekki hafa það að þessir menn hafi markvisst látið beina sparnaði okkar og lífeyrissjóðum í þann farveg þar sem það er aðgengilegt fyrir þá sjálfa að braska með og jafnvel stinga í eigin vasa.

Ríkið sá um einkavæðingu bankanna og eftirlit með þeim og hefur ekki tekist sem skyldi.  Vægast sagt. 

Ríkið verður að bæta upp þessa handvömm og sækja síðan þá menn til ábyrgðar sem ábyrgð eiga að bera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þú hefur svo rétt fyrir þér og ég er þér svo hjartanlega sammála.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.10.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk og auðvitað verður Ríkið að greiða skuldir "Óreiðmannanna" sem það treysti fyrir bönkunum og okkur. Það liggur í augum uppi.

Vilborg Traustadóttir, 18.10.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband