MS sjúklingar bíða, lyfið er komið

Vafist hefur fyrir heilbrigðiskerfinu að taka nýtt og áhrifaríkt lyf gegn MS sjúkdóminum í notkun.  Lyf þetta Tysabri hefur verið í notkun í nágrannalöndunum undanfarin sennilega tvö ár.

Grænt ljós kom á lyfið hér á landi á þessu ári.

Lyfið er gefið á dagdeild Landspítalans og annar sá tími sem ætlaður er til að gefa lyfið ekki eftirspurn.

Ég er búin að fá úrskurð um það frá sérstakri nefnd sem metur hverja umsókn og hvern einstakling að ég eigi að fá lyfið.  Það er þó ekki hægt fyrr en í haust.  Ástæðan er sú að dagdeildin er þegar komin með alla þá MS sjúklinga sem hún getur sinnt.

Það eru auk þess að koma sumarfrí svo ekki flýtir það fyrir því að við sem bíðum fáum lyfið. 

Ég spyr hvað er til ráða?  

Það er komið lyf sem klárlega gagnast mörgum mjög vel en við fáum ekki lyfið?

Ég finn fyrir auknum einkennum MS, einkennum sem ganga ekki til baka eins og oft áður.

MS félagið hefur sjúkradagvist á sínum snærum þar sem var yfirlæknir.  Til að styrkja þá dagvist sem sjúkrastofnun var ráðin hjúkrunarfræðingur til starfa sem forstöðukona.  Sá hjúkrunarfræðingur rak svo lækninn frá störfum, svo nú stendur félagið eftir steingelt og getur ekki tekið að sér það veigamikla hlutverk sem er að þjónusta alla MS sjúklinga. 

Tilvalið hefði verið að koma til móts við spítalann og gefa sjúklingum skammtinn á sjúkradagvistinni t.d. eftir að spítalinn hefði gefið fyrstu skammtana og fylgst með hugsanlegum aukaverkunum sem koma einkum fram við fyrstu tvö til þrjú skiptin ef þær eru einhverjar.

Heilbrigðisyfirvöld geta ekki skákað lengur í skjóli peningaleysis.  Það er lögboðinn réttur þegnanna að fá bestu og áhrifaríkustu lækningarmeðul sem til eru hverju sinni. 

Lyfið er komið og við eigum að fá það.

 

Strax! 

--

MS patients in Iceland are still waiting for tha new medichine Tysabri. It has been given to MS patients in other countries for about teo years and has shown very good results.

It was allowed in Iceland this year but we need more people at the hospital to give it to us. (Money)

It is a shame that patients have to wait for solution that exists!

Where is the health care system going? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Svona mál á ekki að láta bíða, ótrúlegt sinnuleysi

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.6.2008 kl. 08:18

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Sammála Möggu, þetta er til skammar

Svanhildur Karlsdóttir, 25.6.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband