Hlutverk fréttamanna?

Ég hef stundum velt fyrir mér hlutverki fréttamanna og fjölmiðla almennt.  Eftir að Lára Ómarsdóttir sagði upp vegna óheppilegra ummæla sinna í beinni útsendingu hafa þessar hugsanir komið upp á yfirborðið á ný.

Ég tók eftir að hún sagði einnig að lögreglan hefði verið undir "þrýstingi" frá fjölmiðlum og það hefði hugsanlega spilað inn í aðgerðir þeirra gegn atvinnubílstjórum nú í s.l. viku.

Þá spyr ég,  er það hutverk fjölmiðla að beita þrýstingi?  Er það ekki fyrst og fremst hlutverk þeirra að miðla fréttum?  Ég held að hasarblaðamennska og allar vangaveltur um "fjórða valdið" séu vægast sagð misskildar.

Það kann ekki góðri lukku að stýra ef fjölmiðlar eru þannig farnir að stýra atburðarrásinni. 

Mér finnst að alla aðila hafi sett verulega niður í þessu máli.  Ekki síst fjölmiðla sem hafa viðhaldið vitleysunni með stöðugu áreyti og uppblásnum fréttum af litlu sem engu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Getur verið að þetta sé málið?

8. Fjölmiðlum stjórnað.
Eftirlit með fjölmiðlum –
Stundum er fjölmiðlum stýrt beint af ríkisstjórninni af klaufalegum undirtyllum.
Á öðrum tímum eru það viðkunnalegir innanfélagsmenn sameiginlegs fjölmiðils sem að mótar stefnuna óbeint og þess vegna faglegri.
Reglulega eru ímyndanir/myndir spunnar upp sem “fréttir” og eru kynntar með öndina í hálsinum og með leiftrandi fyrirsögnum.
Æfð þula af fastheldinni endurtekningu gerir jafnvel augljósustu lygi mjög ásættanlega með tímanum.  Með ásetningi verður málfarið sjálft og starfsfólkið ákaflega samdauna og mun framfylgja því að ýta  almennum skoðunum “ út úr aðal umræðunni”.
Allar umræður sem eftir eru, lúta skilmálum og eru naumlega útskýrðar, til hagsbóta fyrir stjórnina.  Auðveldara verður að hafa yfirsýn með þeim sem eru ósammála og frábrugðnir.
Ritskoðun og “sjálf-ritskoðun “, sérstaklega á stríðstímum er algeng.

Agný, 28.4.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband