Tiltekt í gestaherberginu

Gestaherbergið er fullt af drasli!Sideways

Jólaskrauti, bókum, föndurdóti, dóti sem yngri synir mínir skildi eftir þegar þeir fóru sjálfir að búa. Þarna er líka barnadót sem ég hef viðað að mér fyrir barnabörnin eins og Hókus Pókus stólar, kerra, rugguhestar o.fl. o.fl.

Allt þarf þetta að fá sinn stað og það helst í gær.Nú erum við að "gíra okkur upp" í verkið. Við erum með ágæta geymslu niðri sem við getum sett hluta af þessu í. Öðru verður raðað upp inni í herberginu. Síðan ætlum við að fjárfesta í svefnsófa þar sem næturgestir geta látið fara vel um sig.

Sonur minn sjóarinn er væntanlegur í verkið ásamt okkur "gömlu".Ég hlakka bara til og er í þessum töluðu orðum að fara að vinda mér í undirbúninginn. Þ.e. að gera pláss fyrir framan herbergið til að flokka og sotrera herlegheitin.

Ef þið heyrið ekkert frá mér á næstu dögum er alveg hugsanegt að ÉG hafi verið sett "í geymslu", annað eins hefur nú gerst!!!Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketilás

Allar gömlu bækurnar og leikföngin stelpnanna minna hafa fengið nýtt hlutverk, barnabörnin eru hrifin af þessu. Svo nú er bara að koma þessu til þeirra  Magga systir

Ketilás, 16.2.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það bergmálar í herberginu núna. Þó er eftir að taka upp úr nokkrum kössum og klára að tæma skápa. Þetta kemur allt og skotgekk í dag....já barnabörnin elska gamla dótið sem eftir er hér.

Vilborg Traustadóttir, 16.2.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er sem sagt ekki komin í geymsluna enn....:-)

Vilborg Traustadóttir, 16.2.2008 kl. 19:53

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gangi þér vel, svo máttu koma norður og hjálpa okkur José sem engu vill henda

Hulda Margrét Traustadóttir, 17.2.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ALdeilis drifkraftur í þér, frábært, það er svo gaman að taka til, finnst mér.  Window  Window

Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband