Mac

Það tekur smá tíma og heilaleikfimi að skipta um tölvu. Ég fékk nýja Mac í jólagjöf frá húsbandinu. Nú er ég að pikka á pínulítið þráðlaust lyklaborð sem er það smartasta í heimi og vona að Macinn taki færsluna til greina. Hún virðist ritskoða því í gær gat ég ekki sent inn færslu. Moggabloggið var annars í tómu tjóni í gær vegna árása var mér tjáð. Gæti líka verið ástæðan? Við höfum verið að flytja gögn inn á Macinn. Það hefur gengið en ég ætla að eiga hina tölvuna áfram þar sem mikið af gögnum er þar enn og ágætt að hafa back up. Það er sjálfsagt ágætt að leyfa huganum að starfa við þessar breytingar. Svona eins og að keyra ekki alltaf sömu leiðina í og úr vinnu. Það er bráðnauðsynlegt að breyta út af vananum og Mac er bara svo dásamlega einföld og þægileg þó allt sé öðruvísi en á PC og taki tíma að venjast nýju umhverfi. Það er rok hér í Reykjavík en "nota bene" ekki rigning í augnablikinu. Ágætt að venjast því líka svona í "aukabónus" að hafa ekki alltaf sama veðrið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með makkann, hef reynt að nota svoleiðis en varð heilastopp svo ég held mig við mína pc. Gangi þér vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband