Í formið fyrir normið

Ég er í Hverageði. Ætlaði svona aðeins að "skerpa á" því "fína formi" sem ég var í.  Ég er að klára fyrstu vikuna í dag.  Þó þetta fari rólega af stað þá fékk ég strax á öðrum degi stundatöflu.  Það er strax betri líðan að vera komin með stundatöflu.  Ég velti mér til og frá í rúminu og skoða hvað ég á að fara í í dag eða á morgun.  Ég tók föstudaginn föstum tökum og fór í allt sem í boði var og meira til.  Enda uppgefin fram eftir helgi.  Hitti sjúkraþjálfara í gær.  Hún sagði mér að hægja aðeins á.  Þess vegna sit ég hér og blogga í stað þess að vera í göngu 1.  Ég fór í leikfimi í morgun.  Í Kapellunni.  Svona "stóla leikfimi" að ég hélt.  Þegar við byrjuðum tilkynnti þjálfarinn að við myndum standa í dag.  Það þyrmdi yfir mig við það eitt.  Ég neyddi mig til að standa upp með bros á vör.  Gaut þó augunum með eftirsjá á stólinn.  Stoð mína og styttu!  Við gerðum svo nokkrar æfingar og skyndilega var okkur stillt upp í röð og látin ganga hring eftir hring í salnum.  (Bara heragi, hugsaði ég).  Kastaði svo tólfunum þegar við vorum látin "klifra" upp á svið og niður aftur (má sleppa sagði þjálfarinn) en hver sleppir þegar maður er í hóp með sér eldra of "reyndara" fólki og vill nú "sanna" sig?  Ég náði þó að krækja í "viðhaldið" (stafinn) í einum hringnum.  Fleira var gert og til að gera langa sögu stutta þá er ég hreinlega og algerlega uppgefin eftir hálftíma í leikfimi dagsins.  Guði sé lof að ég fer í heilsubað í dag.  Þá get ég slappað af hvílt mig eftir erfiði dagsins.  Á morgun fer ég svo til sjúkraþjálfarans aftur og þakka mínu sæla þar sem hún virðist vera skynsamari en ég og segir mér að minna sé oftast meira. Þ.e.að ef þú gerir minna sem þreytir ekki skilar það meiru en ef þú gerir meira og liggur svo bakk í marga daga á eftir!  Nokkuð rökrétt samt.  Ég fer svo í það núna að sætta mig við það að ég er herfilega illa á mig komin líkamlega og verð að vinna það upp smám saman. Verð að horfast í augu við það að ég verð ekki komin í form fyrir Kim Larsen á laugardaginn en get í staðinn og vel hugsanlega reynt að koma mér í formið fyrir normið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband