Ljós og skuggar

 

Í daufri skímu

stóð ég

álengdar

í skugganum

 

Það var nótt

 

Þegar birti

í sálu minni

sá ég ljósið

 

Skerandi

skært

 

Hvar varst þú?

 

Ég var þar

en þú

varst þar

ekki

 

Þegar birti

 

 

             Vilborg Traustadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta er fallegt og minnir mig á að vinur minn sagði einu sinni við mig að ég gæti þegið hjálp frá fólki þó svo ég gæti ekki séð fullkomleikann í þeim, því ég það hefði kannski það sem ég þyrfti til að leiða mig á betri veg, þá stundina.  Við þurfum ekki að vera fullkomin til að passa fullkomlega inn í augnablikið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.11.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Nákvæmlega, hef sjálf upplifað þetta......

Vilborg Traustadóttir, 10.11.2007 kl. 01:28

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála ykkur stelpur.

Herdís Sigurjónsdóttir, 10.11.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband