Vakna hress-detox

Ég vaknaði hress um ellefu við hringingu frá einni sem var með mér í Póllandi í detox.  Við vorum að ræða þáttinn í gær um detox á ríkissjónvarpinu.  Urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna.  Miðað við þann mun sem við finnum á okkur.  Það skiptir auðvitað máli hvernig svona rannsókn er framkvæmd.  Einnnig var detox fæðið í þættinum allt öðruvísi en boðið er upp á hjá dr. Dabrowska í Póllandi.  Í þættinum fengu detoxarirnir t.d. baunir sem voru ekki á okkar matseðli.  Svo virtust þær fá ógeðisdrykk sem ég kannast ekki við úr Póllandsferðunum.  Við fengum hreina safa úr ávöxtum eða grænmeti auk rauðrófusafa sem var stundum borinn fram heitur. Við fengum einnig ávaxta og grænmetisrétti ýmiss konar.  Kalt og heitt.  Einnig súpur úr grænmeti og grauta úr ávöxtum.  Ég kannast ekki við hungurtilfinningu sem þátttakendur lýstu, ég var aldrei svöng á þeim tveim vikum sem ég var þarna.   Rannsóknin í þættinum var gerð á ungum stúlkum og stóð hreinsunin einungis í eina viku.  Dr. Dabrowska segir að tvær vikur sé nauðsynlegt.  Hún mælir einnig með ristilhreinsun á tímabilinu. Í Póllandi er mælt kólestról, blóðsykur og blóðþrýstingur.  Kólestrólið mitt fór t.d. töluvert niður á tímabilinu.  Það hlýtur að skipta máli hvað er mælt og út frá hvaða forsendum.  Húðin hjá mér mýktist mikið og fékk meiri sveigju á tímabilinu en auðvitað skiptir þar máli að ég fór mikið í nudd sem hjálpar til við hreinsunina.  Ég held að heildstæð meðferð eins og við þekkjum sem höfum farið til Póllands sé mjög vönduð og hún er þróuð af færum læknum sem hafa helgað sig þessum fræðum.  Dr. Dabrowska er vel metin í Póllandi og starfar m.a. við háskólann í Varsjá auk þess sem hún hefur þróað detox prógrömm sem farið er eftir á nokkrum heilsuhótelum þar í landi.  Það væri gaman að fá vísindalega vestræna rannsókn á starfsemi dr. Dabrowska í Póllandi.  Hún sýndi okkur nokkur sláandi dæmi um góðan bata sem fólk fékk eftir meðferð hjá henni.  M.a. exem, lömun og annað alvarlegt og minna alvarlegt.  Það hlýtur að skipta máli hvernig detox er framkvæmt. Ef það helst í hendur við aðra skynsamlega meðferð hef ég trú á því.  Ég fann mun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Lengi vel hafði ég ekki trú á detox aðferðum svona yfirleitt en smám saman er það viðhorf að breytast.

Ég hef séð dæmi þess að fólk nær góðum árangri, ekki síst þeir sem eru að reyna að ná valdi á breyttu matarræði hjá sér finnst það hjálpa til að fara í detox meðferð. Það skerpir fókusinn hjá einstaklingnum og styrkir hann í að aga sig með mataræðið i framhaldi af detox  meðferðinni. 

Marta B Helgadóttir, 24.10.2007 kl. 01:21

2 Smámynd: Agný

Þú verður að athuga það vinkona að það er sko ekki hagur lyfjafyrirtækjanna að fólk "afeitrist" og losni af lyfja jötunni... En það virðist greinilega ekki vera sama hverjir eru rannsakendur eða vísindamenn sama um hvaða óhefðbundnu lækninga meðferðir er að ræða... Samanber "hugvísindamanninn" (sálfræði og geðlækningar falla undir þau vísindi)  Pétur Tyrfingsson  sem getur ekki einu sinni haft nafnið rétt á þeim sem hann er að gagnrýna ... ( maðurinn heitir Rosenberg en ekki Robinson)  Ef að allar  "vísindalegar " rannsóknir innan hins hefðbundna lækna geira eru jafn "vel" unnar og rannsóknir Pétur Tyrfings...þá skaltu sko ekki hafa áhyggjur yfir niðurstöðum þessarrar meintu "rannsóknar....

Voru svo þessi hópur og þið í Póllandi nákvæmlega jafn lengi á þessu so called detox fæði og fengu báðir hóparnir stólpípu?

Ef ekki þá fellur rannsóknin um sig sjálf...

Ég held að þessum körlum sem halda því fram að þeirra sannleikur sé hinn eini væri hollt að muna það að einu sinni var það sem þeir segja hefðbundið akkúrat óhefðbundið... En eins og venjulega er það money make all the diff...and the world spin...

Agný, 24.10.2007 kl. 11:20

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er hárrétt hjá þér Agný mín ágæta vinkona.  Lyfjarisarnir hljóta að hafa áhyggjur af því ef fólk fer að hrúgast í detox og þarf ekki lyf eftir meðferðina eins og ég t.d.....og er nú Pétur Tyrfingsson, fyrrverandi áfengisráðgjafi, af öllum farin að rannsaka lyfjaát og mæla með því?  Hvaða rannsókn ertu að vísa í hjá honum? 

Vilborg Traustadóttir, 24.10.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband