Fjör á ferð

Hér gistu fjórir af fjórum mögulegum í nótt.  Fullt hús ömmu og afastráka.  Yndislegir drengir og góðir allir saman.  Við færðum saman sófana í stofunni og tveir sváfu þar.  Sá yngsti bættist í þann hóp um miðja nótt eftir að hafa vaknað og fengið nokkur vínber hjá ömmu sinni ásamt meðali sem hann er á vegna lungnabólgu.  Ég tímdi varla að fara að sofa því það var svo gaman að sjá þá sofa þarna (bestir þegar þeir sofa). Í dag fóru svo tveir þeir yngstu heim um hádegið með afa en þeir eldri urðu eftir hjá ömmu.  Við skemmtum okkur vel þar til annar þeirra braut glas.  Ömmunni brá og fór í "skammargírinn". Nú vil ég fara heim sagði hann þá og bætti við amma þú ert bara skammakelling (eða eitthvað álíka).  Ég mátti hafa mig alla við að fara ekki að skellihlæja.  Við sjötluðum málið og skelltum okkur út á leikvöll þar sem ég settist á bekk og fylgdist hreykin með duglegum drengjum að leik.  Svo komu allir í mat um fimmleitið.  Tveir bræður urðu þá enn eftir hjá okkur og við fórum með þá heim til sín og svæfði ég þá þar sem mamman er að klára verkefni fyrir skólann og pabbinn á Airwaves.
Mikið finnst mér ég rík á svona dögum og mikið er ég þakklát fyrir hvern dag sem lífið gefur mér.
Horfði svo á þáttinn hennar Evu Maríu þar sem hún ræddi við Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu.  Fallegur þáttur og einlægt viðtal án tilgerðar.  Undirrstrikaði þakklætistilfinningu mína og það að taka engu sem gefnu í þessu lífi.
Í forebyfarten var svo mylove að reyna að hringja í mig á skypinu.  Hann reynir það af og til en ég er með frekar "gellulega" mynd af mér þar með elsta ömmustrákinn. Ég sagðist ekki vera með headphone.  Þá gróf hann upp gsm hjá mér á prófílnum og hringdi.  Ég hljóp inn til mannsins míns og sagði með þjósti my love er að hringja hvað geri ég nú?  Nú vertu ekki að vekja mig með því svaraði hann bara og sneri sér á hina hliðina.  Ég tók það ráð að láta sem símasambandið væri slæmt og tvö halló í röð gerðu það að verkum að hann gafst upp.  For the record my love er Máritaníumaður alveg sótsvartur og ábyggilega á aldur við syni mína.  Ég sagði honum svo á skypinu í dag að ég væri gift fjórföld amma og mamma. Vona að það dugi svo þessum hringingum linni.  Ætti svo kannski að fara að setja raunsannari mynd á prófílinn en það er svo sem úr vöndu að ráða í þeim efnum þar sem ég yngist bara og yngist því oftar sem ég fer á heilsuhæli í Póllandi.  Hvað um það.
Það verður þreytt og alsæl amma sem sofnar í kvöld og sofnar fast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta tókst ekki betur en svo að "my love" var að biðja mig á skype að giftast sér í næsta hjónabandi!!!  Ég verð að finna mynd af ömmu eða eitthvað.............

Vilborg Traustadóttir, 22.10.2007 kl. 01:00

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

.........og hann er jafn gamall yngsta syni mínum..............alltaf gaman að jóka....

Vilborg Traustadóttir, 22.10.2007 kl. 01:02

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þetta hefur verið svitakóf á hlaupunum kring um "my love"  hehehe....betra að vera í órafjarlægð frá honum þessum..Gaman að þessu. Alltaf eitthvað að gerast ! Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.10.2007 kl. 08:27

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

He he þetta er nú bara fyndið og aumingja my love að bjarga andlitinu með því að spyrja hvort hann gæti orðið næsti eiginmaður.  Hann er fiskimaður á báti, ég sagði honum að ég ætti systir...........

Vilborg Traustadóttir, 22.10.2007 kl. 13:12

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg færsla.

Marta B Helgadóttir, 22.10.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband