Eyjólfur að hressast

Ég er að hressast en ekki líkt því eins og ég á að mér að vera en þetta kemur.  Það var mér líkt að leggjast með lappirnar upp í loft þessa tvo góðviðrisdaga sem við upplifum hér í sumar!!! Annars held ég að veðrið verði líka gott á morgun og það fari ekki að rigna fyrr en eftir helgi. Hér var pizza í kvöld og komu nokkrir fjölskyldumeðlimir í hana.  Það er einn af föstu liðunum á þessu heimili.  Pizza á föstudagskvöldum og fjölskyldan kemur saman og svo í steik á sunnudögum.  Þetta er skemmtilegur siður og styrkir fjölskylduböndin.  Svo erum við að skipuleggja Strandaferð í næstu viku.  Það verður gaman að komast á Strandirnar í slökun og ró.  Kannski koma einhverjir af barnabörnunum með? Kannski kippi ég með mér vatnslitunum og mála nokkrar vatnslitamyndir?  Svo var Magga systir að bjóða mér til sín að taka í pensil með henni í þrjá daga eða svo.  Það gæti verið gaman ef allt gengur upp.   Sumarið er komið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... ég keyrði langan bíltúr í dag... frá Akureyri til Þórshafnar og til baka seinnipartinn, var að detta inn fyrir klukkutíma síðan... landi okkar var mjööög fallegt og alveg hreint komið í blóma... svanir, gæsir og endur með ungviðið sitt á tjörnum og ám, gróðurinn stórkostlegur... Öxarfjarðarheiðin hægfara en fallegt útsýnið yfir Melrakkasléttuna... verst að ég kemst ekki í sumarfrí fyrr en um miðjan ágúst... hvernig er það annars á ekkert að hafa "come back" ball á Ketilási, bannað yngri en 40??? djöf... væri það góð hugmynd...

Brattur, 29.6.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Frábær hugmynd. Set Möggu systir í málið!  Hún er svo drífandi. Ætti að ganga með Miðaldamönnum eða Geirmundi gamla?  Þó er ekkert sem jafnast á við Gautana einu og sönnu.

Vilborg Traustadóttir, 29.6.2007 kl. 23:18

3 Smámynd: Brattur

... í alvöru, þetta yrði gaman... veistu hver ég er???

Brattur, 29.6.2007 kl. 23:25

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er ekki alveg viss en kannast við svipinn.  Úr Ketilásþokunni. Magga systir er komin með málið með ballið!!!

Vilborg Traustadóttir, 30.6.2007 kl. 11:53

5 Smámynd: Brattur

Ég heiti sem sagt Gísli og er Gíslason og er frá Ólafsfirði, kallaður Gilli í gamla daga... Alli Gísla sem var nokkuð þekkt nafn á veitaböllunum í gamla daga er bróðir minn... svo voru þarna nöfn frá Ólafsfirði eins og Matti Sæm. Maggi Hófu og Böddi Hófu o.fl. o.fl... held hinsvegar að ég hafi oftast verið frekar stilltur og ekki áberandi... en óttalegur kjáni....

Brattur, 30.6.2007 kl. 13:32

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já ég tengdi þig við Ólafsfjörð.  Allir þekkja Alla "Ólafsfirðing", held m.a.s.að önnur hvor systra minna  hafi eitthvað verið að slá sér upp með honum.  Kannast við hin nöfnin sem þú nefnir.  Aðallega gegn um systur mínar.  Það var svo alltaf spurning ef maður fór á Ketilásinn hvort maður vaknaði á Ólafsfirði eftir ballið! Veit ekkert um kjánaskapinn....... en hafir þú lent fyrir barðinu á okkur systrum er nú ekki að sökum að spyrja......... Hvað um það ball bannað innan 40 er nú í uppsiglingu á Ketilási ef Magga systir stendur sína plikt!!!!

Vilborg Traustadóttir, 30.6.2007 kl. 15:14

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Talandi um kjána....auðvitað man ég líka eftir Gilla Ólafsfirðingi!!!  Hæ!!Halló!!

Vilborg Traustadóttir, 30.6.2007 kl. 15:30

8 identicon

Hellú, er öll á verði þegar talað er um Matta Saæm, Alla og fleiri......nei annars þetta er sniðug hugmynd, en þyfti fleiri í band með mér....þó ég geti verið drífandi er þetta töluvert "mikið bákn" eruð þið ekki sammála..????

Var að koma af svölunum öll útötuð í olíulitum málaði allt og ekkert - ein mynd í lagi eftir daginn grrrrrrrrr....andinn ekki alltaf yfir manni....er hins vegar rjóð og sælleg úr sólinni...

Brattur, öll þessi nöfn sem þú nefndir kannast ég við......var oft á Ketilsásnum í þá gömlu góðu daga........ sjáum hvað setur ef einhver vill í nefnd með mér - alveg hugsanlegt að gera eitthvað sniðugt en 45 og eldri teldi ég vera sniðugra, allir orðinir miðaldra eða þannig..

Magga systir

Magga systir (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 17:23

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þú verður þá líka að reikna með P-merktu stæði við innganginn fyrir "systir"!!!!!  Miðaldamenn er þá málið og hafa lög frá gullaldarárunum á dagskrá?  Þið Magga og "Brattur" getið alveg gengið í málið?  Með "mórölskum stuðningi" frá mér?

Vilborg Traustadóttir, 30.6.2007 kl. 18:55

10 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það væri alveg meiriháttar Keli.  Við vöppum við þegar við förum.  Verslum oft í Bónus í Borgarnesi í leiðinni svo það passar fínt.

Vilborg Traustadóttir, 30.6.2007 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband