Fjölskyldumót

Nú er verkefnið að undirbúa fjölskyldumótið norður á Sauðanesi v/ Siglufjörð um helgina. Ég er með smá leynivopn uppi í erminni.  Mun gangast í það á morgun að fullkomna þann gjörning!  Hugsa að margir verði nú ánægðir með það sem ég hyggst fyrir.  Nú er ég hins vegar að prenta út texta o.fl. sem Magga systir er ekki búin að gera.  Hún er nú nánast búin að þessu öllu held ég.  Þegar hún fer af stað þá er það "landið og miðin". Ekkert minna en það.  Við Solla hjálpuðum Trausta að þrífa í dag.  Hann er að flytja inn í íbúðina sína aftur eftir gagngerar endurbætur í kjölfar þess að skipt var um lagnir í húsinu.  Best að vinda sér í undirbúninginn á ný!!!Whistling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spennandi.....ég fór í geymsluna í gær og þurfti að ríma mikið til en fann nokkur bráðskemmtileg bréf frá þér og fleirum, síðan 1967  og 68. Ég veltist um af hlátri...ætla að fá samþykki fyrir uplestri á nokkrum línum úr þeim. Á einum stað lýsir þú fjálglega hvernig dagurinn gekk fyrir sig hjá ykkur Sollu ! Ég var á Staðarfelli, bréf frá ömmu og frá pabba auk einnar dagbókar þar sem ég var að tala um að ég og þú hefðum verið að taka upp "hrúur" mest allan daginn vevvvvvvvv......Búin að pakka málverkum, tjald og græur hafa verið keyptar....allt að verða klárt. Hlakka til. Knús Magga systir.

Magga systir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 08:25

2 identicon

Spennó..nú er ég svo forvitin að ég missi hugsanlega svefn í nótt (meiri en venjulega) yfir þessu "leynivopni"..

Hlakka til að hitta ykkur allesammen

Stella (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 08:34

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er nú meira hvað þú átt í fórum þínum-Magga!!!!!Allt mitt svona hefur lent í "hreinsunareldi" Braga bróðir sem fór reglulegar herferðir um geymslur og loft.  Nema hvað ég á einhver bréf sem ég hef geymt inni í mínu herbergi.  Það er aðallega frá því eftir að ég var á Laugaskóla árið 1974 og þá frá vinkonum þar.  M.a.s. uppsagnar- og ástarbréfin hafa farið til "feðra" sinna með einum eða öðrum hætti. Þú mátt alveg lesa þessi bréf fyrir mér.  Bara spurning hvort helgin endist í það.  Gæti orðið að framlengja mótið???????

Vilborg Traustadóttir, 21.6.2007 kl. 10:55

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Stella já það er alveg þess virði að vera andvaka út af þessum "gjörningi" mínum!!!! Hlakka líka til!!!! Allir að aka á löglegum hraða!! Sektirnar eru orðnar svo gígatískar!!!!!!!

Vilborg Traustadóttir, 21.6.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband