Sekt

Fór á þriðjudaginn og borgaði sekt á lögreglustöðinni.  Þannig er mál með vexti að við systurnar og systurdóttir mín fengum okkur bíltúr upp í Borgarnes og Akranes.  Ég ók.  Í Hvalfjarðargöngunum fylgdum við umferðinni nokkuð vel eftir.  Allt í einu kom blossi!  Við veltum fyrir okkur hvað þetta hafi verið.  Ég var heppin að missa ekki stjórn á bílnum.  Þetta var svo rosalegur blossi.  Við komum okkur saman um að þetta hlyti að hafa verið hraðamyndavél.  Systurdóttir mín hrökk við.  Hún hafði verið að bora í nefið!Blush   LoL  Við létum þetta þó ekki skemma góða ferð.  Fengum hrossakjöt í Borgarnesi hjá Ingu og Kela og fórum svo í lambakjöt á Akranesi hjá Ödda (oddikennari) syni Sollu systir.  Svo kom bréf.  Ég hafði mælst á 82 km hraða (má vera á 70 km í göngunum).  Sekt allt að 20.000 kr.  Ég fór á lögreglustöðina og var spurð hvort ég hefði séð myndina. Ég sagði nei eins og satt var en ég hefði verið á bílnum.  Greiddi 7.500 kr sekt.   Hvers vegna er 70 km hámarkshraði þarna?  Ég hefði haldið að það væri meiri slysahætta að mynda langar raðir við og í göngunum heldur en að hafa 90 km hámarkshraða þar inni.  Eins og á öðrum vegum.  Það sem ég er hins vegar að velta fyrir mér núna er hver fær sektargreiðsluna?  Þetta er einkavegur!Cool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband