Kveikur

Himinn
Ég skveraði mér

á skýjafar.

 

Sveif um

yfir húsunum

trjánum og

hafinu.

 

Hentist framhjá

gluggunum

með vindskafið ský

á hælunum.

 

Lenti í þrengingum

yfir hálendinu

Þar sem uppsteymið

tók völdin.

 

Þeytti mér

í stjarnfræðilegar

hæðir.

 

Nokkur bólstraský

björguðu málinu

og sendu mig

til jarðar á ný

með regninu.

 

Þetta er alveg

nýr leikur

fyrir mér

og kveikur

að ljóði

sem lifir.

 

Í mér.

 

 

              Vilborg Traustadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband