Færsluflokkur: Dægurmál

Frost - gleraugu og minnisleysi

Fór út áðan að sækja nýju gleraugun mín.  Ekki í frásögu færandi ef þau væru ekki tvískipt.  Lagði nú ekki í að aka með þau á nefinu heim.  Hefði að öllum líkindum lent á ljósastaur.  Ég hefði ekki trúað að það væri svona erfitt að venjast þessu.  Nú sit ég og krossa putta að ég geri ekki of margar villur því ég sé með höppum og glöppum það sem ég er að skrifa.  Þetta venst á tveim dögum sagði sjóntækjafæðingurinn. Betra ef satt reynist.
Þvílíkt frost úti og kuldi.  Hafði loðhattinn og alles.  Það bjargaði miklu. 
Annars fékk ég heiftarlega pest á annann í jólum og hef legið nánast marflöt þar til í morgun.  Fór þó aðeins á stjá innandyra í gær.  Ég saknaði þess að komast ekki í jólaboðið hjá Helgu og Guðmundi á annan í jólum.  Fer í annað jólaboð á morgun ef heilsan leyfir sem mér sýnist nú allt stefna í.  Við verðum svo með kalkún hér á Gamlárskvöld.  
Mikið gaman og mikið grín.
Annars var ég að reyna að rifja upp matseðilinn í boðunum okkar á Gamlárskvöld á Sigló forðum.   
Ég hreinlega get ekki munað hvað var í aðalrétt.  Ég man þó eftir að einu sinni hafði ég "bananasplitt að hætti húsfreyjunnar" í eftirrétt.  Hvers vegna man ég það?  Jú sökum þess að seinna um kvöldið var stiginn dans og varð þá það óhapp að ég og fyrrverandi mágur minn runnum eitthvað til og duttum og hann lenti í splitt einhvern veginn yfir mig.  Þá sagi hann hátt og skýrt "þetta var bananasplitt að hætti húsfreyjunnar". W00t

Stjörnuspáin mín af mbl.is

SteingeitSteingeit: Það er betra að skipa hundinum sínum fyrir heldur en öðru fólki. Hagnýt og góð athugasemd fyrir þig. Mundu að þú elskar líka leiðilegu vini þína, þótt þú munir ekki af hverju.
---
Ég á að vísu ketti og þeir hlýða mér oftast en alls ekki alltaf......Wink

Risessan

Mínir ömmustrákar ráku upp stór augu í bílnum hjá mér.  Við ætluðum aldrei að komast ferða okkar fyrir ferlíkinu og fylgifiskum þess.  Einn strákanna virðurkenndi í kvöld að hafa orðið hræddur.  Ég útskýrði fyrir honum að þetta væri nú bara strengjabrúða (dúkka) sem fullorðna fólkið væri að leika sér með í krana.  Hann róaðist strax og óttinn hvarf úr augum hans með það sama. 
Svo er bara að taka undir með Jóhannesi í Bónus.  Samfylkingarmenn! 
Strikið endilega yfir Björn Bjarnason og fleiri sem ykkur hugnast ekki á öðrum listum.   
Ég veit nefnilega að strengjabrúður eru ekki svo ýkja margar innan raða Sjálfstæðisflokksins.
Jóhannes það tekur því ekki að biðla til þeirra. 
Strengjabrúðurnar eru nefnilega allar saman komnar í Samfylkingunni. 

mbl.is Þúsundir fylgdust með risabrúðu á gönguför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott

Eins gott að ég lét lækna mig af köngulóafóbíu á námskeiði fyrir tveim árum. Því gat ég lesið fréttina án þess að fá öndunarerfiðleika eða gæsahúð.   Maður skyldi athuga sinn gang ef maður fer að heyra einhverja smelli inni í eyranu.  Nú eða ef það fara að spinnast vefir í kring um mann eða út úr líkamsgötum hér og þar.Shocking
mbl.is Köngulær komu sér fyrir í eyra drengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband