Færsluflokkur: Ljóð

Ömmustrákar

 

Dýrmætari en perlur

dálítið viðkvæmir

stundum brothættir

 

Duglegir

kraftmikir

og góðir

 

Kúra hjá ömmu

og afa

en sakna mömmu

og pabba

 

Þegar dimmir

 

Vakna hressir

til í allt

 

Hlæja framan

í daginn

og segja

komdu að leika

 

           Vilborg Traustadóttir


Svartur köttur

  

Ég bíð í bílnum

 

Svartur köttur

á tvöföldu

bílskúrsþaki

mjálmar

 

Fælir hrædda

skrækjandi fugla

grein af grein

 

Mjálmar

 

Greinilega

aldrei horft

á Animal Planet

 

Þar sem allt

gengur út á

að læðast

að bráðinni

 

Óforvarindis

 

            Vilborg Traudstadóttir


Ég og brimið

  

Ég og brimið

áttum skap saman.

 

Við rifumst

við sættumst

 

Þegar út af bar

og brimið tók

 

Hvíslaði brimið

að mér

 

Hann kemur

hann kemur fram

 

Og ég ein

vissi....

 

 

               Vilborg Traustadóttir


Tólfta sporið

Ég komst að því

að árangurinn

var mikill

 

Þess vegna

reyni ég

að breiða út

boðskapinn

 

Um leið

og ég lifi

eftir honum

sjálf....

                          Vilborg Traustadóttir

Skilningur

 

Stundum

skil ég

 

Þá vil ég

vita meira

 

Stundum

skil ég ekki

 

Þá læst

ég skilja

 

 

          Vilborg Traustadóttir


Ellefta sporið

 

Ég vildi 

koma á

tengingu

milli mín

og Guðs

 

Bað um

að vita

vilja hans

 

Bað um  

mátt

 

Til að

framkvæma

hann

 

Bað um

skilning

 

Til að

breyta rétt

 

 

               Vilborg Traustadóttir


Vetrarklárt

 

Milt veður

hundgá í fjarska

 

Spæta hamast

í tré

 

Vill gera

vetrarklárt

 

Eins og

ég

 

              Vilborg Traustadóttir


Í sjón

 

Ég er komin

aftur

í hann

 

pólska skóginn

 

Nokkrir bambar

spóka sig

nú þar

 

Forvitin kýrin

hnusar af mér

 

Segir þannig

velkomin

á sinn hátt

 

 

Kannski þekki

ég þig

í sjón

 

 

           Vilborg Traustadóttir


Flæði

 

Blærinn

strýkur kinn

 

Hvíslar

 

Opnar flæði

nýrra vinda

 

Segir mér

sögu

sem ég

vissi ekki

fyrr

 

Segir mér

lygasögu

 

sem ég trúi

 

 

               Vilborg Traustadóttir


Andvaka

 

Klukkan tifar

ég fæ ekki sofið

 

er andvaka

 

Allar hugsanirnar

mynda forgangsröð

fyrir svefninn

 

Myndirnar í

í huga mér

frjósa fastar

við koddann

 

Þegar birtir

þá hugsa ég

að þiðni

 

                Vilborg Traustadóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband