Þetta vildi ég sagt hafa!

 

„FJÖLMENNT LIÐ TIL AÐ BERJA FÁVITA TIL HLÝÐNI.“

Miðvikudagur 5. nóvember 2008 kl 10:49

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

„Brýnt er að hafa fjölmennt lið til að berja fávita til hlýðni. Kannski vakna kvarnir þeirra til lífsins við höggin. Nákvæmlega það, sem ríkið þarf til að spara fé í kreppunni,“ segir Jónas Kristjánsson ritstjóri og bloggari. Á eyjunni í dag kemur fram að samkvæmt nýrri reglugerð er lögreglustjórum nú heimilt að ráða samtals hátt í 250 héraðslögreglumenn til starfa í lögregluumdæmum landsins.

„Björn Bjarnason stríðsráðherra er eini framsýni maðurinn í ríkisstjórninni. Hann sá urginn í samfélaginu. Með einu pennastriki í reglugerð útvegaði hann 250 manna varalið. Til að halda pakkinu í skefjum, þegar atvinnuleysi hefst fyrir alvöru um áramótin. Þá verður gott að hafa eins margar löggur og þeir eru, sem nú mæta á andófsfundi. Brýnt er að hafa fjölmennt lið til að berja fávita til hlýðni. Kanski vakna kvarnir þeirra til lífsins við höggin. Nákvæmlega það, sem ríkið þarf til að spara fé í kreppunni. Kylfur í stað kjaftavaðals. Heil aksjónmaður, Björn Bjarnason stríðsráðherra,“ segir Jónas um breytingarnar.

Samkvæmt nýgerðri breytingu á reglugerð um héraðslögreglumenn er lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu heimilt að ráða allt að 80 héraðslögreglumenn að fengnu samþykki ríkislögreglustjóra. Fyrir breytingu mátti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, líkt og aðrir lögreglustjórar í öðrum embættum landsins, aðeins ráða átta manns. Reglugerðin heimilar lögreglustjóranum á Suðurnesjum að ráða allt að 40 menn og lögreglustjórunum á Akureyri, Akranesi og Selfossi að ráða allt að 16 manns.

Af DV.is 

--

Ég tók einmitt eftir frétt um þetta í Mogganum í dag.  Nú á að fara að "þétta raðirnar" fyrir hugsanlega uppreisn!

Eða?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Alltaf fjör!

Jens Guð, 5.11.2008 kl. 13:17

2 identicon

Það er greinilegt að það er einhver skíthræddur við vopnaða byltingu.

Ég er búinn að hlaða haglarann.

Kv.  K.H.

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband