Færsluflokkur: Tónlist

The fairytale is true

 

"Stóri bróðir" tók að sé að halda keppnina fyrir okkur á næsta ári gegn því að við leyfðum honum að vinna Eurovision þetta árið. 

Enda sagði Alexander Rybak að hann hefði kosið Ísland hefði hann getað.

Við hrepptum annað sætið í staðinn enda er keppnin eitt allsherjar samsæri.

Nú eru Norðurlöndin komin í klíkuna!Tounge

 

Heja Norge!

Til hamingju Ísland! 


Í "boði"Alþjóðagjaldeyrissjóðsins"....

Lagið "Is it true" er einstaklega falleg melodía og vel flutt að Jóhönnu Guðrúnu.

Textinn á afar vel við aðstæður íslenski þjóðarinnar sem er nývöknuð upp af "pappírsfylleríi" þar sem seðlar voru bara seðlar og nutu lítillar virðingar.

"Útrásarvíkingarnir" æddu áfram og "keyptu" allt sem þeir girntust og allt hitt líka.  Síðan gáfu þeir bara "pabba" allan "afganginn". 

"Is it true?  Is it ower?  Did I throw it away?  O.s.frv. 

Áfram Ísland!  Okkar tími er kominn!

Nú getum við kinnroðalaust haldið keppnina að ári í "boði" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 


mbl.is Óttast Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fágaður og flottur

Ég býð góða nótt....Kissing

 

Good night-sleep tight... Kissing


Bara flott

Þó mitt uppáhaldslag væri The world of you með Jógvan þá er ég þokkalega sátt.

Lagið Is it true er fallegt og afar vel flutt af Jóhönnu Guðrúnu. 

Sonarsynir mínir horfðu með okkur og gátu fengið ömmu "gömlu" til að kjósa lagið I got no love með Hara systrum (eða Elektra eins og flytjendur kölluðu sig) fyrir sig þrisvar!   Það dugði ekki til og sofnuðu þeir út af í fanginu á afa sínum undir laginu Is it true.

Það er þá alla vega gott vöggulag sagði ég huggandi um leið og þeir liðu inn í draumalandið. 

Einn kostur enn við lagið Is it true er að það endurspeglar okkur Íslendinga að vakna óttaslegin upp við vondan draum með allt í klessu í kring um okkur spyrjandi "Is it true"?????? 


mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygin ein

Ég tel að framlag okkar til Eurovision í ár sé komið fram.

Lagið Lygin ein sker sig úr öllum hinum sem eru sum hver "nett" hallærisleg.

Lagið Lygin ein er það að vísu líka en sú nýbreytni að hafa rytmahljóðfærin svo yfirgnæfandi held ég að höfði til yngra fólksins og þar með þeirra sem eru duglegastir að kjósa.

Ég var hrifin af laginu Family í flutningi Seth Sharp en það komst ekki áfram.

Ég mat stöðuna svo að ef lagið Lygin ein kæmist áfram þá myndi það fara sem okkar framlag til Rússlands.

Ég taldi (með réttu) að kántrílagið hans Torfa Ólafssonar væri gulltryggt áfram en hefði gjarnan viljað sjá Family áfram líka svo lokakeppnin yrði meira spennandi.

Nú vitum við hvernig þetta fer.

Lygin ein verður framlag Íslands í Moskvu. 

(Nema Jógvan verði þeim mun betri)!!!Wink 


Danska lagið?

Verður þetta "danska lagið" í Eurovision í ár? 


Minningartónleikar um Vilhjálm Vilhjálmsson

Ég sá hluta af þessum tónleikum á Stöð 2 í kvöld.  Hreint yndisleg lögin og vel flutt hjá þeim sem ég sá.

Ég grét og ég hló með og margt rifjaðist upp frá fyrri tíð.

Það sem ég tók eftir var hve margir textarnir eiga vel við í dag.  Hafa elst vel.  Lögin standa alltaf fyrir sínu og sönginn hans Villa er erfitt að toppa. InLove

Það ver enginn að reyna það og því var útkoma tónleikanna góð.

Þorvaldur Halldórsson frábær og hún Helena Eyjólfs.  Jónsi, Stebbi Hilmars, Guðrún Gunnars, Eyfi, Diddú og Egill, Ragnheiður Gröndal, Bjöggi og auðvitað hann Eiríkur Fjalar.  Öll fóru þau á kostum og aðrir sem ég sá ekki hafa vafalaut gert það líka.

Þessi texti og þetta lag á mjög vel við í dag á ljóshraða augnabliksins sem öll ætlum við að fanga á nóinu!

Helst í gær! Blush

 


Það sem við þurfum........

 ...............................................................................................................................................................................................................................

 

 


mbl.is Forsetahundsins leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færeyskt víkingarokk!

 

 Það sem ég vil heyra núna. Heart

 


Músik fyrir svefninn

 

 Það er best að skella sér í svefninn.  Ég var að lesa bók sem heitir Stúlka með perlueyrnalokk. Mjög góð bók.

Ég er að bíða eftir bók af bókasafninu.

Sú heitir Glerkastalinn og við eigum að lesa hana í leshring á netinu. Ég bíð spennt eftir að fá bókina sem er greinilega vinsæl því ég hef beðið eftir henni í smá tíma.

Hvað um það njótið þess að hlusta á Lennon.  

Góða nótt. Kissing

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband