Hvar er gegnsæið Jóhanna?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur talað fyrir gegnsæi í stjórnsýslu og því að vinna fyrir opnum tjöldum.

Hún neitar að gefa upp þá sérfræðinga sem vinna að nýju frumvarpi um Seðlabanka Íslands.

Er Jóhanna þar með dottin niður á plan margra vinstri manna sem telja að málstaður þeirra sé svo góður að þeir þurfi ekki að fara að leikreglum?

Jafnvel ekki þeim leikreglum sem þeir hafa sett sér sjálfir? 


mbl.is Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er svona frekar subbulegt mál. óþarfi að vera að nudda því framan í fólk fyrr en við erum endanlega laus við óværuna Davíð.

hilmar jónsson, 6.2.2009 kl. 12:29

2 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Ég hef haldið því fram að breytingar á Seðlabankanum séu ekki það sem mikilvægast er til að komast upp úr krísunni.

Þetta svipað og vera í rútu sem er um það bil að hrapa niður í hyldjúpt gil. Í stað þess að rétta kúrsinn, skipta um rútu eða gera eitthvað annað sem forðar farþegum frá stórslysi ákveður bílstjórinn að skipta um rúðuþurrkur og hækka í útvarpinu.

Sveinn Tryggvason, 6.2.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Sveinn: Persónulega finnst mér alltaf hálf sleazy þegar komment er kóperað sem svar á önnur blogg, þar sem um ólíkar nálganir á máli eru um að ræða.

hilmar jónsson, 6.2.2009 kl. 12:47

4 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Ég veit, þetta er ekki bara sleazy - heldur hreinn viðbjóður. Hvað var ég eiginlega að hugsa?

Sveinn Tryggvason, 6.2.2009 kl. 12:57

5 identicon

..eða að halda áfram með með fulla bílstjóranum ofan í gilið með gamlar rúðuþurrkur og slökkt á útvarpinu. 

Eitt af því sem mörgum landsmönnum hefur sviðið er lítið atvinnuöryggi þeirra sjálfra samanborið við þaulsetu þeirra embættismanna sem best áttu að vera til þess fallnir og útbúnir að hafa áhrif á þetta sorgarferli.  

Þetta er ekki ósvipað því þegar sjúklingur tekur verkjalyf áður en farið er að sauma saman skurðinn á enninu, verkurinn minkar fyrst og bólgueyðandi áhrifin verða svo seinnitíma bónus.

Lýðskrum og lýðsfyrirlitning eru nátengd, bara spurning um afstöðumismun til sama málefnisins.

Bjorn M Jonasson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:15

6 identicon

Það sem mér finnst vera aðalmálið með seðlabankann er það að það ríkir ekkert traust til hans, hvorki á Íslandi eða erlendis. Hvernig ætlar Ísland að komast út úr þessu ef erlendir aðilar(sem hafa mjög mikið að segja um framtíð landsins) treysta ekki Seðlabankanum?

Það getur vel verið að þeir hafi ekki gert neitt af sér, hafi jafnvel gert allt rétt sem hægt var að gera, þá skiptir það engu máli ef enginn treystir þeim.

Gummi Sæm (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:00

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er nákvæmlega málið Gummi Sæm, þetta er spurning um traust. Auðvitað eiga mennirnir að víkja og þótt fyrr hefði verið.

Jóhanna verur að standa undir því trausti sem hún hefur og veita upplýsingar um sína ráðgjafa.

Ég vil vita hverjir gefa ráðgjöf í svo mikilvægu máli.

Vilborg Traustadóttir, 6.2.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband