Erfið veikindi

Ég óska Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur góðs bata.  

Ég tek undir með Ólöfu de Bont bloggvinkonu minni að ég mun ekki standa í hnútukasti við hana meðan hún á við slík veikindi að stríða.

Ég þekki sjálf af eigin raun að standa í ströggli og það við samsjúklinga mína í MS félaginu.  Það kann ekki góðri lukku að stýra og er aldrei réttlætanlegt að æsa sjúklinga upp.

Nóg er nú samt.

Þegar svo Ingibjörg Sólrún snýr aftur vonandi búin að yfirstíga veikindin mun ég endurskoða afstöðu mína.

Þangað til mun ég argast í Geir Haarde og öðrum sjálfstæðismönnum enda af nógu að taka í þeim flokki sem ég þó kaus sjálf í síðustu kosningum, sem og í öðrum samfylkingarmönnum en Ingibjörgu Sólrúnu.

Ég vil að þau sem ábyrgð bera axli hana og segi af sér svo unnt sé að gera eitthvað uppbyggilegt hér á landi.

Það treystir enginn neinum eins og er og það er hreint ótrúlegt og niðurlægjandi verð ég að segja að fylgjast með valdhöfum hvarvetna rembast eins og rjúpan við staurinn við að troða sér upp á fólk áfram.

TRAUSTIÐ ER FARIÐ VEG ALLRAR VERALDAR!

Því verður ekki troðið upp á einn eða neinn.

SKILIÐ?

 

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún lengur frá en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Ég heyrði áðan ágætis spurningu inni á sky,  einföld var hún,  er búin  að velta henni fyrir mér í kvöld.   Spurning:   Hvers vegna hlusta ekki ráðamenn á okkur fólkið í landinu ???

Ég hef verið að fylgjast með umræðunni hér á blogginu um veikindi Ingibjargar, ég verð bara að segja, ég vissi bara ekki að það væri svona mikið til af vondu fólki á Íslandi.

Góð grein hjá þér Vilborg.

Sigurveig Eysteins, 16.1.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Tek undir með ykkur, vona svo sannarlega að þetta sé ekki alvarlegt.

Hulda Margrét Traustadóttir, 16.1.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Magnús H Traustason

Ráðamenn hlusta ekki vegna eigin vanmáttar og óöryggiss. Þeir halda að þeir séu eitthvað og hafa talið okkur trú um að svo sé. En því miður eru þetta flest-allt bara pínulítið fólk með pínulittla getu eins og flest fólk, en halda eitthvað annað. Óstarfhæf ríkistjórn með óstarfhæfa stjórnsýslu. Mætum á Austurvöll í dag kl 15.

Magnús H Traustason, 17.1.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband