Fleiri eiga að fjúka.

Ráðherrar, þingmenn, bankastjórar, eftirlitsmenn, og einnig forseti lýðveldisins.

Hann hefði getað staðfest fjölmiðlalögin en ekki látið undan þrýstingi auðmanna um að gera hinn undarlega gjörning sem var að staðfesta ekki lög frá alþingi.

Ráðherrar bera ábyrgð, alveg sama hvað þeir segja, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra.  Aðrir ráðherrar sem tengjast mönnum með vafasama slóð í tengslum við bankahrunið eiga einnig að víkja eins og t.d. menntamálaráðherra.  

Þingmenn sem eiga aðild að hruninu eða hafa bjargað eigin skinni eða reynt að bjarga eigin skinni í kjölfarið eiga að pakka saman.

Bankastjórn Seðlabankans hefur ekkert erindi lengur, uppvís að klúðri á klúður ofan.

Bankastjórar bankanna og stjórnendur sem voru ábyrgir fyrir hrun eiga að fjúka líka.  Að sjálfsögðu! 

Eftirlitsmenn hafa alls ekki staðið sína plikt! 

Burt með allt þetta fólk sem hefur komið okkur þangað sem við erum.

Við treystum ekki þessu sama fólki til að byggja upp aftur á eigin rústum. 

Þó þau telji sig vera í björgunarleiðangri þá tel ég alveg óhugsandi að þau sem ullu slysinu bregði sér sjálf í hlutverk björgunarsveitar.  

Fólk sem lendir í slysi eða veldur slysi fær venjulega taugaáfall og á að njóta aðhlynningar, fá áfallahjálp, en ekki ráfa um á rústunum.

Þá koma venjulega utanaðkomandi vel þjálfaðar björgunarsveitir sem taka málin í sínar hendur með sameiginlega stjórnstöð sem sér um að öll vinnubrögð verði fumlaus og markviss. 

--

Auðvitað á tafarlaust að rannsaka málin og sækja menn til saka eftir atvikum.  Við eigum ekki að líða lögbrot eða einhvers konar Enro hneyksli hér á landi!  Hver er að tefja þau mál?  

 

 

 

 


mbl.is Tryggvi hættur í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vel mælt!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.12.2008 kl. 23:24

2 identicon

Heyr heyr

Spúlum Ógeðið Burt

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta var ágætis messa hjá þér. Ég gef 9,75

Árni Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband