Stjórnarlaun FME tvöfölduð vegna álags...

....Hvað með þjóðina?  Fær hún tvöföld laun vegna þess álags sem stóm Fjármálaeftirlitsins hefur lagt á herðar henni með slælegu eftirliti?

Þetta gildir afturvirkt til 1. júlí.

Þóknun formannsins var 260 þúsund á mánuði en er nú 520 þúsund.  

Jónas Fr. Jónsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins fær 1,7 milljónir á mánuði og aðstoðarforstjórinn Ragnar Hafliðason fær 1250 þúsund á mánuði. Auk þeirra eru fjórir sviðsstjórar sem fá laun á bilinu 855 til 968 þúsund á mánuði.

Þetta ásamt fleiru kom fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Atla Gíslasonar þingmanns VG.

--

Þetta er í Fréttablaðinu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Svo kvarta þeir yfir manneklu. Þeir eru að eyða launakostnaðinum í ónýga einstaklinga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:27

2 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Stjórnvöld okkar eru heillum horfin. Hvers konar rugl er þetta? Fyrir utan að það ætti að vera löngu búið að skipta um í brúnni hjá fjármálaeftirlitinu miðað við hvað þar er duglaust til góðra verka, þá skil ég alls ekki þennan launastrúktúr, forstöðumaðurinn er með miklu hærri laun en forsætisráðherra.

Jón Ragnar Björnsson, 13.12.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já þetta er enn ein rennblaut tuskan í andlit okkar þegnanna í þessu landi. Við erum nógu góð fyrir kosningar en eftir að allir eru komnir þangað sem þeir vilja er ekkert hlustað á okkur.

Þá erum við "skríll"!

Burt með allt þetta lið í forystu landsins sem hefur greinilega græðgi og spillingu að leiðarljósi.

Vilborg Traustadóttir, 14.12.2008 kl. 01:38

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ekki furða að maður finni fyrir vonleysi hjá fólki

Hulda Margrét Traustadóttir, 14.12.2008 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband