Fyrir norðan - In the north

Nú er ég fyrir norðan.  Ferðin gekk vel og ég hitti Óla Ólsen málara ( og fyrrverandi dómara í hand- og fótbolta) í Staðarskála.  Hann var þar á ferð með "spúsu" sinni.

Ég fékk mér te þar.

Óli málaði íbúðina fyrir okkur í maí.

Bíllinn minn var svo pakkaður að ég var eins og séra Jón Ísleifsson , fyrrum Strandaprestur þegar hann ferjaði æðardúninn suður á Land Rovernum sínum og hlóð pokunum allt í kring um sig og sá rétt út um framrúðuna.

Ég var að ferja minn söluvarning sem til féll eftir málningartörnina þar sem við reynum að fækka hlutum um helming í kring um okkur.  Einnig varning fyrir þær Norðurportskonur sem eru í sókn inn á ný mið.

Ég sýndi Óla bílinn, enda var hann með í Feng Shui ráðgjöfinni sem ég fékk heima í sambandi við íbúðina.

Norður kom ég um sjöleitið og við systur brunuðum beint niður í Norðurport á sitt hvorum bílnum, auðvitað, þar sem ekki var pláss hjá mér, enda þurfti ég skóhorn til að koma brauðinu sem ég keypti í Borgarnesi hjá honum Geira Ella Gústa í bílinn.

Þar affermdum við bílinn og lentum í leiðinni í smá uppákomu en verið var að rífa niður rafmagn í eldhúsi þar sem konunni sem sá um það datt skyndilega í hug að hætta fyrr en hún hafði áætlað  (1. júlí) og taldi sig eiga rafmagnið!  Þó svo að það hafi verið lagt til af hennar hálfu upp í leigu.

"Þetta er lögreglumál" sagði ég hátt og skýrt en fólki sem var að aðstoða konuna í rafmagninu bauðst til að leggja þetta aftur að kostnaðarlausu enda vissu þau ekki að þetta var gert í óþökk húsráðenda.

Dagurinn endaði með því að skipt var um kóða hjá Securitas sem vaktar svæðið en konan neitaði að skila lyklunum

Já það er margt skrýtið í kýrhausnum. Bandit

--

I made it to the north.  My journey went well and on my way I met out friend Óli Ólsen (who painted our flat and former judge in hand-and football) in Staðarskáli.  He was there travelling with his wife.

I was having a cup of tee there.

My car was so oweloaded  that I was like Jón Ísleifsson former priest in Strandir when he was moving his eiderdown in his Land Rower to Reykjavík.  He put the bags all around him and could baerly see out of the front window.

I was moving the things I want to get rid of after the painting of the flat but we will minimize what we put up again in our home.  I also had things for my sister for her market.

I showed Óli my car but he was working with me when I got a Feng Shui consult to help  at home.

I came to Akureyri at seven o´clock and me and sister Margrét went straight to Norðurport on two cars of course since mine was so oweloaded that I had difficulties puting one bread I bought in Borgarnes into the car.

We unloaded the car but got into a happening we did not expect.  An electrician was tearing the electric from the kitchen without our knowledge.  The woman running the kitchen suddenly decided to go before she had ment to (1. July). She said she owned the electric though it was ment to be a paiment for her rent.

I said out loud "This is a police matter" but the people working with the lady promissed to put it back as it was when they discovered they were doing the job without a premission from the householder.

We ended the day by callling  out Securitas to change the coda since the lady denied to give the keys back.

Yes there are strange things going around. Bandit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband