VG og Sjálfstæðisflokkur

Svandís Svavarsdóttir trúir ekki að Samfylkingin sem setur Evrópuaðild á oddinn láti stranda á málinu í stjórnarviðræðum við VG.

Gefum okkur að Ríkisstjórnin fengi meirihluta. 

Í kortunum er þá þetta.  VG er á móti aðild að ESB og gefur ekki eftir í því málinu, greinilega.  

Samfylkingin fórnar aðalstefnumáli sínu og sannfæringu fyrir valdastólana. 

VG fer með Sjálfstæðisflokki (ef svo ólíklega vill til að Samfylkingin vill standa við kosningaloforð sín) í stjórn og fær forsætisráðuneytið.  W00t

Þeir gætu hirt Borgarahreyfinguna upp í ásamt leifunum af Framsókn. 

 

 


mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Illa upplýstir frambjóðendur.

Svandís veit þó hvað hún er að tala um varðandi ESB aðildarumsókn. V-G,  Frjálslyndir og Sjálfstæðisflokkur gera sér grein fyrir því hvað ESB stendur fyrir.

Hinir flokkarnir nálgast ESB af fullkomnu þekkingarleysi og  ætla bara að prófa að ræða við risann og sjá til hvað hann býður. Hvar hafa þessir frambjóðendur haldið sig undanfarin ár? Hafa þeir ekkert fylgst með fréttum af spillingu og valdníðslu ESB? Hafa þeir ekki hlustað á gagnrýnisraddir almennings í aðildarlöndunum? Að halda það að ESB sé að bjóða íslendingum einstök kjör sem önnur ríki ESB geta ekki látið sig dreyma um, er álíka heimskulegt og að prófa að tala við Kínverja og bandaríkin og sjá til hvort að þessi ríki bjóði íslendingum einhverskonar aðildarsamninga sem eru gjörsamlega frábrugðin allri stefnu þeirra.

Það verður þokkalegt þegar að íslendingar verða kallaðir í ESB herinn sem rætt er um að stofna, og ekki veitir af Evrópuher eftir að Tyrkland er komið inn í ESB, því þá liggja landamæri hinnar sameinuðu Evrópu að Íran og Írak!

En hvað með það þó svo að íslendingar verði í framtíðinni að gegna herskyldu vegna fáfræði Framsóknaflokks Borgarahreyfingarinnar, Samfylkingarinnar og Lýðræðishreyfingarinnar? Við fáum þó Evru! En mun evran lifa kreppuna af?  Af hverju ekki að bíða með gjaldmiðlaskipti þar til að við erum búin að ná okkur upp úr botninum og heimskreppan gengin yfir? Þá væri upplagt að taka upp þann gjaldmiðil sem er hægt að treysta til framtíðar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Vel mælt Guðrún.

Vilborg Traustadóttir, 23.4.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband