Hugmyndafræðin og aðgerðirnar

Það er einkennilegt hvernig þessi kosningabarátta fer af stað og þegar tekið er mið af aðstæðum virðist næsta ljóst að engin rökrétt niðurstaða kemur upp út kjörkössunum.

Alveg sama hvernig á það er litið.

Landið er klessukeyrt vegna andvaraleysis og of mikils trausts á nýfrjálshyggjuna sem breyttist í græðisvæðinguna alkunnu.

VG og Samfylking spila á þessar nótur og svo virðist sem Samfylkingin hafi hvergi komið nærri málum undanfarin tvö ár?  Þeim lá nú ekki svo lítið á að komast í sæng með Sjálfstæðisflokki og Geir H. Haarde var nógu skyni skroppinn til að "fara heim með þeirri næstsætustu" af stjórnmála ballinu.

Framsókn telur sig í lykilaðstöðu og talar út og suður ýmist með eða á móti Ríkisstjórninni.

Frjálslyndir eru komnir í vælukór eineltistilburða og afneita að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki.  

Önnur framboð hafa einfaldlega ekki mannaval til að valda því hlutverki sem þjóðin þarf á að halda nú.

Það kaldhæðnislega í málinu er það að frjálshyggja (ekki nýfrjálshyggja) er eina leiðin út úr vandanum. Það sjá allir sem hafa augun opin aðeins lengur en í örfáar sekúndur.  Með skynsamlegu og ströngu eftirliti sem girðir fyrir spillingu og sjálftöku.

Skattpíning og haftabúskapur til langframa er ekki vænleg lausn.

Ég geri þá kröfu á stjórnmálamenn að þeir láti af pólitísku argaþrasi og snúi bökum saman um uppbyggingu Íslands.

Þjóðstjórn væri sennilega vænlegasti kosturinn. 


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús H Traustason

Ég held það sé ekkert til sem við getum kallað frjálshyggju á íslandi. Bara frjálsspillingarhyggju.

Magnús H Traustason, 10.4.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er gríðarleg spilling meðal afturhaldsaflanna. Ef eitthvað er þá er hún hálfu verri þar sem þau telja að allt sé leyfilegt vegna þess að "málstaðurinn" er svo góður.

Ég á erfitt með að skilja hvað er svona gott við við þá flokka sem skjóta sér sífellt undan ábyrgð.

Vilborg Traustadóttir, 11.4.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband