Hvar er þessi velferðarbrú?

Mér finnst í hæsta máta ósannfærandi að hlusta á þennan málflutning.  Fólkið sem ætlaði að koma eins og stormsveipur og slá skjaldborg um heimilin og atvinnulífið, skapa 6000 störf hefur ekki staðið við það.

Þvert á móti hafa 6000 manns misst vinnuna síðan nýja ríkisstjórnin komst til valda.

Kraftar ríkisstjórnarinnar hafa farið í blaður og einelti.

Einelti sem allir flokkar taka þátt í.  Nú síðast var ég að horfa á þátt frá mínu kjördæmi Norðvestur og þar talaði fyrir hönd Frjálslynda flokksins Sigurjón Þórðarson og hann sagði aðspurður að sennilega færu Frjálslyndir síst í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki.

Ég hafði í hyggju að kjósa Frjálslynda flokkinn vegna þess að mér leist best á Guðjón Arnar og Sigurjón sem menn óháð flokkslínum.

Ég steinhætti við það á stundinni.  Mér er alveg sama hvaða nafni flokkur nefnist það á ekki að útiloka fyrirfram neina leið.

Þetta virðist vera eintóna hjá flokkum að ala á reiði gagnvart Sjálfstæðisflokknum sem þó einn flokka hefur farið í heiðarlegt uppgjör innan sinna raða og stokkað rækilega upp á málefnaskrá sinni og kosið nýtt fólk inn á framboðslista sína.

 

 


mbl.is Byggja þarf velferðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hey, einungis sauðir fást til að fara á þing, því að þar eru einungis sauðir sem fæla frá allt gott fólk.

Því fer sem fer. 

Ásgrímur Hartmannsson, 7.4.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Magnús H Traustason

Sjálfstæðisflokkurinn á að fá tíma til að skoða innviði sína. Hann er ekki stjórntækur við núverandi aðstæður. Það gerir hann ekkert betri þó aðrir séu ekki nógu góðir. gefum Sjálfstæðismönnum 4 ár í að skoða sín mál ofan í kjölin.

Magnús H Traustason, 10.4.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband