Afþreying í "kreppunni" að kveikja eld og glamra á potta

Það er að verða helsta skemmtun Íslendinga að mótmæla.

Enda er mjög gaman að koma sama og berja með sleifum á potta og pönnur.

Hringja bjöllum og yfir höfuð framkalla þennan hjartslátt þjóðar sem er reyndar býsna óreglulegur um þessar mundir.

Það hverju er verið að mótmæla er í sjálfu sér aukaatriði.

Ástandið í þjóðfélaginu er svo absúrd að það eitt nægir til að réttlæta mótmælin sem virðast spretta upp á ólíklegustu stöðum og á ólíklegustu tímum sólarhringsins.

Nú er enginn á Íslandi maður með mönnum ef hann skellir sér ekki með pottana sína niður í bæ og tekur létt mótmælasóla milli allra hinna mótmælasólóanna og mynda þannig órofa heild mótmæla sem í sögulegu samhengi eiga sér engan líka.

Aðrar þjóðir horfa á í beinni og ýmist dást að framtakinu eða hneykslast á  þessari hegðun okkar. 

Mér finnst þetta töff - við megum ekki hætta.....ekki núna.

 

 

 

 

 


mbl.is Bál kveikt á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband