Hagfræðingar í málið.

Ég vona að það sé rétt að hagfræðingar séu að yfirfara tilögur að stjórnarsáttmála.

Framsóknarflokkurinn setur sífellt fleiri skilyrði og tefur málið.

Kannski er formaðurinn að "stimpla" sig inn en þegar ég hef það í huga að þessi sami Sigmundur Davíð kom fram með miklu offorsi strax eftir bankahrunið og sagði að við mættum engan tíma missa þar sem eigur þjóðarinnar væru að brenna upp.

Skýtur það skökku við að hann sé nú flöskuhálsinn í að mál fái skjóta afgreiðslu.

Mikil er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í málinu að hafa siglt þjóðarskútunni í stand og komið síðan í veg fyrir að losa hana af standstað með því að þverskallast við að taka á málum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka.

Ég skrifa þessa stjórnarkreppu fyrst og fremst á "mína menn" í þeim flokki.  Vegna þess að ég kaus þá þá geri ég mestar kröfur á þá.  Þeir brugðust mér.

Þeir kölluðu þetta yfir þjóðina með slælegum vinnubrögðum.

Auðvitað átti að taka á málinu með afsögnum þeirra sem báru ábyrgð.

Það var grundvallarskilyrði fyrir því að endurreisn og uppbygging gæti hafist.

Nú hefur Framsóknarflokkurinn keflið og notfærir sér neyð þjóðarinnar sér til framdráttar.

Þökk sé Sjálfstæðisflokknum! 

Lifi lýðveldisbyltingin. 

 

 

 

 


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

En hvað með þessa hagfræðinga, þeir gapa hver upp í annan þvers og kruss bara eftir í hvaða skútu þeir sigla. Svei mér þá, held það sé orðið móðins að hver flokkur hafi einn í sinni hirð.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 30.1.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ég hef kosið ýmsa flokka en aldrei D. Þannig að mistökin skrifast ekki á mig...eða.... Án gríns, veit ekki hvað er verið að bralla þarna hinu megin við tjöldin  Maður er orðin pínu þreyttur á þessu öllu.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.1.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Maður er sko þreyttur á þessu bulli fram og aftur í þjóðkjörnum fulltrúum sem hugsa fyrst og fremst um flokks/og/eða/eiginhagsmuni.

Burt með flokksveldið og nýtt lýðveldi takk fyrir.

Vilborg Traustadóttir, 30.1.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband