Ábyrgir hægri-vinstri

Við eigum okkar fulltrúa á þessum lista að mati breska blaðsins Guardian.

Ekki skal ég dæma um það, fávís konan, en okkar heimatilbúna kreppa hefði að margra mati dunið yfir hvað sem öðru leið.

Þetta er fyrst og fremst sorglegt. 

Aðrar þjóðir horfa mjög til okkar og þess hvernig við tökumst á við vandann.

M.a.s. Bretar eru farnir að kalla eftir Íslenskum mótmælendum til að "tromma fyrir" Gordon Brown.  

Nú ríður á að skapa þverpóltíska sátt fram að kosningum og ég styð heils hugar að stjórnlagaþing verð sett.

Við verðum að reisa nýtt lýðveldi á grunni þess gamla.

Við verðum að hafa málin gagnsæ og aðgengileg öllum.

Við verðum að læra af þessum hrikalegu efnahagshamförum sem við kölluðum yfir okkur með einkavinavæðingu sem leiddi til græðgisvæðingar.

Við verðum! 

 


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Assgoti notalegt að kíkja hérna við af og til og hlusta á CCR í spilaranum.  CCR plöturnar mínar eru nefnilega læstar ofan í kassa í geymslu síðan ég flutti fyrir rösku ári.

Jens Guð, 26.1.2009 kl. 20:21

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já Jens (Kristján) ég man þá gömlu góðu! En lagið Bad moon rising á vel við í dg eins og þú hefur bent á.

Vilborg Traustadóttir, 26.1.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Magnús H Traustason

Lifi Lýðveldisbyltingin

Magnús H Traustason, 26.1.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband