Sauðanesviti

ættarmót 026

Sumarið 2007 héldum við systkinin á Sauðanesi myndlistarsýningu í Sauðanesvita við Siglufjörð.

Þar voru systkinin Margrét Traustadóttir, Magnús H. Traustason, Vilborg Traustadóttir með sýningu.

Einnig sýndu Dagbjört Matthíasdóttir eiginkona Magnúsar og börnin á Sauðanesi.  Það eru börn Jóns Trausta Traustasonar.  Jón Trausti var með lifandi gjörning sem var að aka um á rússajepppa máluðum í herlitum.

Þetta er frábær hugmynd og gaman væri að sjá eitthvað af þeim sýningum sem settar verða upp í vitum landsins á næstunni. 

 


mbl.is Vitar verða vettvangur listviðburða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Mjög skemmtileg hugmynd. Af hverju finnst mér endilega að þú hafir átt heima á Sauðanesi, var ekki veðurathugunarstöð þar ???

Sigurveig Eysteins, 18.1.2009 kl. 03:18

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Rétt hjá þér ég átti heima þar. Veðurathugunarstöðin fluttist þangað frá Siglunesi eftir að ég flutti frá Sauðanesi.

Bróðir minn býr þar núna með fjölskyldu sinni.

Vilborg Traustadóttir, 18.1.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband