Á skíðum skemmti ég mér....

Mikið var gaman að búa fyrir norðan og skella sér á skíði. Strákarnir okkar tóku þátt í Andrésar Andar leikunum og var gaman að vera með í því.

Eftir að við fluttum til Reykjavíkur fórum við stundum í Bláfjöll eða í Skálafell. 

Við gömlu brýnin skelltum okkur gjarnan á gönguskíði meðan guttarnir renndu sér í brekkunum. 

Svo var farið í kakó og samloku á eftir.

Síðast þegar ég fór á gönguskíðin fórum við hjónin hring í Laugardalnum.  Þá var ég komin með meiri jafnvægistruflanir af völdum MS sjúkdómsins sem ég geng með.

Þegar maðurinn minn sagði "ert þú ekki þreytt að ganga svona á höndum" uppgötvaði ég að nú væri komið að því að leggja skíðin á hilluna.  Stíf upp í háls með strengi og gangandi "a höndum" skjögraði ég heim og hef ekki farið á skíðin síðan.  Það eru sennilega u.þ.b. tíu ár liðin. 

Nú er ég að fara að drífa mig í jólaboð í Hnjúkaselið.  Það verður gaman að hitta fjölskylduna og rabba saman yfir huggulegum mat.

Eigið góðan dag öll sömul.Heart 


mbl.is Opið í Hlíðarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Einu sinni var ég líka dugleg á skíðum en hef ekki farið lengi. Gönguskíði voru mitt uppáhald þegar ég bjó á Reyðarfirði.

Ég hef saknað þess um jólin að hafa ekki fjölskylduna nálægt, svona til að geta "droppað" inn til þeirra eða þá að fjölskyldumeðlimir gætu "droppað" inn til okkar ... smá knús og kaffisopi allavega...við erum að reyna að fá þau gömlu til okkar en þau ætla að vera á Sauðanesi fram yfir áramót....e.t.v. náum við þeim áður en þau fara suður ! Veit ekki ....

Hulda Margrét Traustadóttir, 26.12.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Fór einu sinni á skíði fyrir meira en 30 árum...skíðin voru með sjálfstæða hugsun, hlustuðu ekkert á mig...hef forðast þau síðan.........Jólaknús

Svanhildur Karlsdóttir, 26.12.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband