Brad Pitt - alveg draumur

"Mig dreymdi Brad Pitt.

Hann var að fara á fjörurnar við mig.

Ég vissi að þetta yrði "one night stand".  

Ég leit á klukkuna og sá að hún var 11.00 að morgni og sagði nei maðurinn minn kemur í mat eftir klukkutíma, það er enginn tími.

Hvernig fer ég að sagði Brad Pitt þjáður af löngun?

Ég sýndi honum fjallgöngustafina mína og ákvað svo að fara í göngutúr.  Ég gekk rösklega og studdi mig við stafina sem voru ekki alveg í nógu vel stilltir en virkuðu samt.  Ég gekk upp í móti og gekk af einu bjargi á annað.

Ég komst lengra en ég hafði áður komist og endaði uppi á stórum og mjög sterklegum steini. Gegnheilum kletti. 

Þetta er Brad Pitt að þakka, hugsaði ég, ég hefði aldrei náð svona langt nema fyrir hans hvatningu". 

Það var barn með mér í draumnum en ég kem ekki fyrir mig í bili hvaða barn það var.

Finnst þó það gæti hafa verið elsti sonur minn Trausti þegar hann var lítill.  

Klettur og Trausti er gott að dreyma og einnig það að fara ótrauður upp í móti.  Klettur er eitthvað stöðugt Trausti er eitt besta draumanafn sem hugsast getur og að komast upp í mót er að sigrast á erfiðleikum. Í þessu tilfelli með stuðningi (stafirnir)".

Hvað var Brad Pitt að þvælast þarna?? 

Ég sem hef aldrei skilið sex appeal Brad Pitts! Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Finnst þetta vera fyrir góðu......Brad Pitt er að ættleiða börn og láta gott af sér leiða.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.12.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Jens Guð

  Þessi draumur er hlaðinn táknum sem mjög auðvelt er að ráða.  Það sem draumurinn er að koma á framfærandi er eftirfarandi:

  Í kvöld, nótt og á morgun verður austan og síðar norðaustan 8-15 metrar á sekúndu, en hvassara með suðurstöndinni til morguns. Él um austan- og norðanvert landið, en skýjað með köflum suðvestanlands. Heldur hægari vindur annað kvöld. Frost á bilinu 0 til 10 stig.  Það að Bráðapittur var í draumnum þýðir að kaldast verður inn til landsins.

Jens Guð, 3.12.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Góð ráðning hjá Jens, allt er "næstum" því best sem kemur úr Skagafirðinu.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.12.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já hann ættleiðir börn og kannski er það táknrænt. Ég er nefnilega "ofuramma" og finnst ekkert kemmtilegra en ræða um daginn og veginn við litlu kallana mína sem eru fjórir talsins.

Veðurfar er alltaf spennandi kostur á Íslandi svo ég er alveg sátt við ráðningu Jens.

Það var bara svo fjári mikill losti í draumnum!

Sem ég gekk af mér....eða gekk frá eftir því hvernig á það er litið....hehhehe...

Vilborg Traustadóttir, 3.12.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband