Norðurport

Ég tók að mér að sjá um að koma á smá kynningu og/eða samböndum milli aðila í meðfylgjandi máli.
Margréti Traustadóttur er að fara af stað með risastórt verkefni sem er Norðurport (hið norðlenska kolaport) á Akureyri.
Markaðurinn opnar laugardaginn 6. desember kl 11.00 að Dalbraut 1. Akureyri.  
Ef einhvern tíma hefur verið þörf fyrir svona starfsemi þá er það nú. Pantanir teknar niður í síma 461 1295 milli klukkan 09.00-12.00 og eftir kl 18.00 vinsamlegast pantið sölubása sem fyrst.
Margrét hugsar þetta mikið sem vettvang fyrir fólk að koma saman jafnframt því að gera góð kaup.
Hún leggur sál sína í verkefnið og hyggst brydda upp á ýmsum uppákomum og jafnvel hafa sérstaka daga tengda vissum svæðum á landinu (einkum á norðurlandi) þar sem færi gefst á að kynna menningu og listir viðkomandi svæðis samhliða matvöru og öðru sem verið er að bardúsa hverju sinni.Tilvalið fyrir félagsamtök, pláss fyrir kynningar á starfsemi leikfélaga og kóra svo eitthvað sé nefnt, einnig er handverksfólk á Norðurlandi boðið sérstaklega velkomið.

Svona starfsemi getur hæglega undið upp á sig á alla kanta og það skiptir miklu máli að fara vel af stað. 
Símanúmer Margrétar er 461 1295 en hún er einnig með e-mail margr.tr@simnet.is  
 
 
Margrét Traustadóttir er framkvæmdastjóri Norðurports en undirrituð Vilborg Traustadóttir er upplýsingafulltrúi þess.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það er einfldlega ekki hægt að fá betri upplýsingafulltrúa. Það sannaðist nú best á ballinu fræga s.l.sumar  Takk

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.11.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: G Antonia

kvitt á þig Vilborg mín og gangi ykkur vel **

G Antonia, 26.11.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband