Sætt er sameiginlegt skipbrot....eða er það?

Nei sennilega er það ekkert sætt þó Bresku bankarnir fari til fjandans eins og þeir Íslensku.

Maður skilur bara betur viðbrögð Browns sem maður vissi reyndar starx að voru til þess m.a. að reyna að kaupa sér tíma og dreifa athygli Breta frá þessu messi hjá honum.

Bretar geta þá hugsanlega hætt að dizza Íslendinga sem eru í Bretlandi. 

Ég mun ekki hlæja að Bretum ef þeir lenda í sömu sporum og við.

Það eru ekki góð spor!

Við munum þó leggjast á árar og vinna okkur áfram, við erum dugleg.

Vandinn verður að sætta þjóðina og ég er hrædd um að það gerist ekki með öðru en afsögnum manna sem BERA ÁBYRGÐ á ástandinu.

Krafa okkar er ekki stór.

Axlið þá ábyrgð sem ykkur var treyst fyrir og sem þið fenguð borgað fyrir!

Farið svo það verði vinnufriður.

Taki þau til sín sem eiga


mbl.is Bretland sömu leið og Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já við hlægjum ekki að vanda annarra og það er ekkert sætt við þessi skipbrot.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband