Að axla ábyrgð og segja bye bye

Bjarni Harðarson er fyrstur til að axla ábyrgð  í þessu þjóðfélagi.  Það gerir hann vegna þess að hann reyndi neðanbeltishögg á sjálfa áldrottninguna og ljósmóður útrásarvíkinganna Valgerði Sverrisdóttur og varð uppvís að því.

Betra væri ef aðrir og meiri skaðvaldar þessu þjóðfélagi tækju pokann sinn.

Bjarni er bara kjaftaskur, afgreiðslumaður á búðarkassa. 

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra  og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafa báðir gefið út þá yfirlýsingu að þeir hafi ekki vitað um Ice-save vandamálið fyrr en í september á þessu ári.

Þetta þýðir m.ö.o. að þeir eiga báðir að segja af sér.

Þeir eru ekki starfi sínu vaxnir, eru ekki upplýstir af sínum eftirlitsmönnum og kalla ekki sjálfir eftir upplýsingum um þau mikilvægu mál sem undir þá heyra.

Bye bye! 

 


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir þetta.

Geggjað myndband

Marta B Helgadóttir, 11.11.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sammála, og myndbandið !

Hulda Margrét Traustadóttir, 11.11.2008 kl. 15:14

3 identicon

Forsætisráðherrann kallar okkur þegna sína skríl. Maðurinn sem hann velur til að gæta öryggis síns og teflir gegn þjóðinni með neyðaráætlun NATO í vasanum, Bjorn Richard Johansen, er fyrrverandi ráðgjafi Bjarna Ármannssonar og spunameistari Glitnis. Hann er titlaður yfirmaður fjárfestingartengsla Glitnis í Noregi og í fréttum frá 2007 er greint frá því hvernig hann stóð sig á erlendum vettvangi við að hvítþvo íslenska bankakerfið. Er þetta ekki algjörlega borðliggjandi, hverjir hafa haldið um valdataumana, hverjir halda um valdataumana og hverjir ætlar sér að halda um valdataumana. Íslenskur almenningur á að hreinsa upp eftir þetta lið í margar kynslóðir og þeir halda áfram að stjórna okkur. Og þeir ætla ekki bara að taka af okkur peningana, húsnæðið, sjálfsvirðinguna heldur líka að berja okkur. Við erum jú skríll í augum forsætisráðherra. tekið af vefritinu nei.is

Magnús hannibal (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:02

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Og skríllinn reynir að lifa af, bjarga sér, gera eitthvað nýtt og berjast ! Löngu komin tími til UPPREISNAR !

Hulda Margrét Traustadóttir, 11.11.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband