Björn-harður-Bond


VÍGBÝR LÖGREGLU FYRIR ÓEIRÐIR

Fimmtudagur 6. nóvember 2008 kl 08:00

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Nánar um málið í DV í dag.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undirbýr nú sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögregluembætti landsins undir óeirðir. Björn hefur þegar breytt reglugerð sem heimilar ráðningu á allt að 250 lögreglumönnum. Þá er búið að breyta sex bifreiðum sem nota á í óeirðastjórnun og eru sumar þeirra hlaðnar aukabúnaði upp á margar milljónir króna. Til viðbótar er verið að breyta strætisvagni sem á að nota við fjöldamótmæli eða óeirðir en hann mun gegna hlutverki fjarskiptamiðstöðvar. Mikil leynd hvílir yfir breytingunum en einn þeirra sem vann við breytingarnar segir þær trúnaðarmál.

Reiði almennings gagnvart ríkistjórninni og bankamönnum er slík að nú þykir mikilvægt að undirbúa lögreglu fyrir óeirðir og fjöldamótmæli. Hingað til hefur ekki verið talin ástæða til að vígbúast en nú er öldin önnur. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV vinna menn nú dag og nótt við að breyta bifreiðum sem nota á við óeirðastjórnun en þeirri vinnu hefur nú verið flýtt til muna vegna ástandsins á Íslandi.

Eitt af þeim fyrirtækjum sem vinna við að breyta þessum bifreiðum fyrir Ríkislögreglustjóra er RadíóRaf en þar unnu menn langt fram á nótt og voru á fullri ferð þegar ljósmyndara DV bar að garði rétt fyrir miðnætti í gær. Starfsmenn vildu þó lítið segja. Þeir könnuðust við að hafa breytt bifreiðum fyrir lögregluna en þar við sat.

--

Af DV.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að Birni klæji í lófana að lumbra almernnilega á borgunum! En auðvitað má ekki blaka við þeim sem með völdin fara og bera ábyrgð á ástandinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.11.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Agný

DÓMSMÁLARÁÐHERRA  VÍGBÝR  LÖGREGLUNA  FYRIR ÓEIRÐIR.. Myndir frá  mótmælagöngunni 1. nóv

http://agny.blog.is/blog/agny/entry/701538

Mér finnst því miður vera orðið alltof mikið fasisma yfirbragð á stórnarháttum  okkar ráðamanna...Ekki síst  dómsmálaráðherra....

En ætli mótmælagangan niður  Laugaveginn 1 nóv hefði verið svona friðsöm ef að vígbúna lögreglan hans BB hefði verið orðin virk?

Í fasista ríkjum má ekki mótmæla..ja nema kanski á þann hátt að sem fæstir sjái mótmælendur..Ekki máttu vörubílstórarnir keyra fyrir framan Alþingishúsið..þeir báðu um leyfi til þess..en henni var lokað..Kanski það hafi átt sinn hlut í því að virkilega upp úr sauð....  

Þessi frétt hér á DV (forsíðunni á blaðinu) en hér http://www.dv.is/frettir/2008/11/7/verkalydsforingi-i-ormum-audmanna/

Verkalýðsforingi í örmum auðmanna 

er nú bara eins og tekið upp úr merki 6. um fasisma stjórnunarhætti

6.Fyrirtækjum hlíft.
Vald fyrirtækjanna er verndað –
Að jafnaði er það hluti af heldra fólki sem leikur aðalhlutverkið í viðskiftunum, við að koma fasistum til forystu yfir þjóðinni, oft með óþverra brögðum.
Hjónaband mikilla auðæfa og hreins ofbeldis, er oft talið af sagnfræðingum, aðalsmerki og uppistaða fasisma.
Þegar þessi viðskifta- stjórnvalda – hernaðar hagsmunir sameinast, þá verður sú ógn þegar að verkalýðurinn sameinist greinilega augljós.
Verkalýðsfélög og þeirra stuðningssamtök velja sér aðstoðarmenn sem hallast að þessum  stjórnunaraðferðum
ef ekki þá eru þau miskunnarlaust bæld niður og upprætt eins fljótt og mögulegt er.

Agný, 7.11.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband