"Ekki væri á það ábætandi".

Skondinn nýr málsháttur hjá Árna M. Mathiesen.  "Ekki væri á það ábætandi". 

Svona í anda Ingu á Eyri sem var einstaklega hress og skemmtileg kona á Siglufirði.

Inga var dálítið mismælin og margar gullperlur voru hafðar eftir henni.  Það er alveg hugsanlegt að einhverju hafi verið logið á hana en skemmtileg var hún og skjót til svars.  Enda eiga góðar sögur aldrei að líða fyrir sannleikann.

Einhvern tíma var sett innrétting til bráðabirgða hjá Ingu meðan beðið var eftir nýrri.  Inga sagði þannig frá.  "Ég var að fá nýja eldhúsinnréttingu frá Bráðabirgða" !

Ég er ekki frá því að Siggi á Eyri (eiginmaður Siggu Júllu Möggu), sonur Ingu hafi erft þessa skemmtilegu eiginleika hannar. 

Einu sinni sem oftar koma Siggi í heimsókn út á Sauðanes og var að ræða búskap við pabba.  Pabbi var með um 100 kindur, 2 kýr og eitthvað af hænsnum og geitum.  Þá var hagkvæmt að vera með skinnaframleiðslu og mörg refa og minkabú sett á laggirnar.  

Nú átt þú að fara "beint í blárefinn"! sagði Siggi þá á sinn skemmtilega og hressilega hátt.


mbl.is Samskipti við IMF í hnút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vígbýr lögreglu fyrir óeirðir

Fimmtudagur 6. nóvember 2008 kl 08:00

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Nánar um málið í DV í dag.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undirbýr nú sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögregluembætti landsins undir óeirðir. Björn hefur þegar breytt reglugerð sem heimilar ráðningu á allt að 250 lögreglumönnum. Þá er búið að breyta sex bifreiðum sem nota á í óeirðastjórnun og eru sumar þeirra hlaðnar aukabúnaði upp á margar milljónir króna. Til viðbótar er verið að breyta strætisvagni sem á að nota við fjöldamótmæli eða óeirðir en hann mun gegna hlutverki fjarskiptamiðstöðvar. Mikil leynd hvílir yfir breytingunum en einn þeirra sem vann við breytingarnar segir þær trúnaðarmál.

Reiði almennings gagnvart ríkistjórninni og bankamönnum er slík að nú þykir mikilvægt að undirbúa lögreglu fyrir óeirðir og fjöldamótmæli. Hingað til hefur ekki verið talin ástæða til að vígbúast en nú er öldin önnur. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV vinna menn nú dag og nótt við að breyta bifreiðum sem nota á við óeirðastjórnun en þeirri vinnu hefur nú verið flýtt til muna vegna ástandsins á Íslandi.

Eitt af þeim fyrirtækjum sem vinna við að breyta þessum bifreiðum fyrir Ríkislögreglustjóra er RadíóRaf en þar unnu menn langt fram á nótt og voru á fullri ferð þegar ljósmyndara DV bar að garði rétt fyrir miðnætti í gær. Starfsmenn vildu þó lítið segja. Þeir könnuðust við að hafa breytt bifreiðum fyrir lögregluna en

Magnús hannibal (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

He, he...."Beint í blárefinn" var frábært. Var það svo ekki Sigra sem sagðist vera "Sjövilt í Reykjavík" ?.....Flottir karakterar !

Hulda Margrét Traustadóttir, 6.11.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já það var oft gaman heima á Sauðanesi þegar skemmtilega gesti bar að garði eins og Sigga á Eyri o.fl. (kölluðum við hann ekki "blöffarann" af því hann sagði einhvern tíma við okkur krakkana að hann væri að blöffa okkur?) . Mikið hlegið og maður skilur svo vel orðtækið "maður er manns gaman"!

Blöffa=plata

Vilborg Traustadóttir, 6.11.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband