Geir H. Haarde jarðaði Sjálfstæðisflokkinn í Kastljósinu í kvöld

Ég var að mála með myndlistarhópnum Litagleði sem ég er í í kvöld.  Þess vegna horfði ég ekki á Kastljós fyrr en í endursýningunni.

Það var sorglegt að hlusta á þann annars mæta mann Geir H. Haarde hreinlega jarða Sjálfstæðisflokkinn með því að segjast EKKI ætla að skipta um áhöfn í Seðlabanka Íslands.

Eða kannski var það gleðilegt? 

Þegar á allt er litið er það undir stjórn Geirs H. Haarde sem Íslendingar sigla nú inn í kröppustu kjör í manna minnum.

Það er hans valdatíð sem prófessor Robert Z. Aliber  við Chicago háskóla gefur falleinkunn og segir að síðustu 2-3 ár hafi fífl stjórnað landinu. 

Ég mun ekki kjósa Sjálfstæðisflokk sem ekki tekur til á þeim stöðum sem augljóst er hverju mannsbarni að hafa brugðist. 

Aldrei! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Augljóst, þessi flokkur er liðin undir lok ! En Það er einræðis stjórn á 'Islandi núna ! Davíð togar í spotta hér og þar og hann ræður ! Hneyksli aldarinnar ! Hvers eigum við að gjalda ?????

Hulda Margrét Traustadóttir, 23.10.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband