Stofnum samtök

Samtök bloggverja og allra þeirra sem málið varðar eru hér með stofnuð! 

Nú er komið nóg.

Við viljum aðgerðir strax!

Við erum reið.

Okkur er misboðið.

Geir H. Haarde ætti vel heima á vaxmyndasafni!

Réttlæti núna! 


mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efnahagsástandið er allt mér að kenna.

Ég sem þjóðfélagsþegn í þessu landi hef verið sofandi á verðinum gegn spillingu og sjálftöku úr ríkiskassa mínum.

En nú er komið nóg.

Ég hvet alla að hafa samband við alla til þess að sýna ráðamönnum þessarar þjóðar fyrir hverja þeir vinna.

Við getum ekki sofið lengur og hugsað þetta reddast, aðgerða er þörf núna.

Við öll erum þjóðin ,við öll berum ábyrgð á íslandi sínum ábyrgð og mætum öll á Austurvöll

Laugardaginn 25 Oktober KL15:00

Sýnum styrk okkar og samstöðu, komum út úr holunum og mótmælum öll

Æsir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ágætis byrjun en hvað svo? Við verður að fylgja þessu eftir af fullum þunga!

Vilborg Traustadóttir, 19.10.2008 kl. 21:20

3 identicon

Sæl Elsku Vilborg mín.

Er kallinn að pirra þig,láttu hann ekki eyðileggja fyrir þér næstu viku. Svona til að hressa þig bíð ég þér inná síðuna hjá mér,og líttu á tvær síðustu færslur.Og ekki er mér nú neitt hlýtt til Geira og Sollu..  Fyrri  færslan er síðan í morgun og hún gæti fengið þig til að hugsa,en þú ræður.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Kæri Þórarinn.

Nei það er sko enginn að pirra mig. Mér finnst bara aðgerðarleysið og máttleysið algert hjá stjórnvöldum.

Ég geng glöð út í næstu viku.

Jólkasveinninn kemur m.a.s. á morgun!

Segi betur frá því seinna!

Hafðu það sem allra best kíki við hjá þér á síðunni!

Vilborg Traustadóttir, 19.10.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki aðeins að rústa þjóðfélaginu heldur virðast aðilar þar á bæ vera tilbúnir til að kaupa sér stundarfrið  með því að setja semja kynslóðir í fátækt og skuldaklafa. Ég held að það væri heiðarlegast að viðurkenna að allt er brunnið sem brunnið getur og því er lýðræðislegast að halda kosningar þannig að almenningur fái að hafa eitthvað um það að segja hvort hann vill veðsetja fiskinn og orkulindirnar.

Sigurður Þórðarson, 19.10.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er hefði kannski alveg verið eins gott að eyða tímanum í það eins og þetta þref? Greinilega eru tafirnar allar innan Sjálfstæðisflokksins miðað við yfirlýsingar Samfylkingarinnar. J+on Baldvin sagðist hafa heimildir fyrir því að það væri seðlabankastjóri Davíð Oddsson sem væri að þvælast fyrir á strandstað!

Ég er ekki sátt við þá!

Vilborg Traustadóttir, 20.10.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband