Æðruleysi og auðmýkt

Þetta er sorgleg staða og varla að það taki tárum eða sé á bætandi að blogga um.  Þegar tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis fór skriðan af stað og því miður hefur það kostað þetta.  Ég ákvað strax að láta mitt vera enda ekki með umtalsverðar fjárhæðir inni á reikningum og hugsaði með mér ef allir fara af stað og taka út þá fyrst fer allt til fjandans.

Það er samt eðlilegt að fólk grípi til þeirra ráða þar sem ævisparnaður þess á í hlut.  Þó tel ég að ábyrgð stjórnvalda sé það mikil í þessu máli að þau verði að ábyrgjast allar inneignir í bankanum og tryggja að þær rati rétta leið til eigenda sinna eftir því sem kostur er.

Mér finnst sorglegt að sjá á eftir duglegu fólki úr viðskiptalífinu og það hlakkar ekki í neinum yfir því hvernig komið er.

Svo mikið er víst.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir orðaði þetta svo vel í sjónvarpinu í gær þar sem hún var í örstuttu viðtali, að jafna sig eftir erfiða aðgerð.   Horfast í augu við vandamálið, taka á því af æðruleysi og auðmýkt og horfa bjartsýn fram á veginn.

Takk fyrir þetta Ingibjörg Sólrún og innilegar óskir um góðan bata.  Ég sendi þér góðan hug og þín er minnst í bænum okkar hér að heiman. 

 


mbl.is Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: corvus corax

Hvernig væri að minna Ingibjörgu Sólveigu á niðurfellingu lífeyrisforréttinda ráðherra og þingmanna sem Ceaucescu Oddsson í Bleðlabankanum lét sérsníða að sínum einkahagsmunum þegar hann var enn á þinginu. Ingibjörg Sólrún komst í ráðherrastól að kjötkötlunum út á loforð um að þessi forréttindi yrðu afnumin. Nú þarf að draga saman í ríkisfjármálum eins og t.d. fjármálum heimilanna og er þá brýnna en nokkru sinni áður að afnema þennan löggernings-þjófnað úr almannasjóðum til handa Ceaucescu og hans nótum. Og gleymum aldrei að það var hátíðlegt kosningaloforð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að afnema þennan óþverra sem kom henni að alsnægtaborði ríkisstjórnarinnar á kostnað almennings.

corvus corax, 7.10.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það verður að endurskoða margt það er ljóst.

Vilborg Traustadóttir, 7.10.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband