Listaverkabækur

Vinkona mín gaf mér tvær listaverkabækur nýverið. Það eru Monet og Louisa Matthíasdóttir.  Ég er dottin í það að pæla í og fremja myndlist.  Ég segi fremja vegna þess að ég kann ekki baun en er samt bara nokkuð góð með mig.  Æfingin skapar meistarann segir máltækið og ég ætla að hlýta ráðleggingum og æfa mig í vetur.  Það sem stóð upp út myndlistarnámskeiði sem ég fór á um síðustu helgi var hvað ég kann lítið....fyrir utan það hvað ég er nú kjarkmikil og litaglöð.  Nú og hvernig ég göslast áfram.  Ég hef neistann jú jú og ráðleggingar myndlistakennarans voru að halda vel í og varðveita"göslarann" í mér.  Því meira sem ég lærði því minni yrði hann en ég mætti ekki missa hann.  Sem sagt læra tækni, litablöndun en umfram allt halda í óbeislað hugmyndaflug og þor til að leggja upp með eitthvað en skipta um skoðun á miðri leið.  T.d. lagði ég upp með landslag úr lofti í einni mynd en það breyttist í hana og hænu á öðrum degi.  Mikið langaði mig að "höggva" hanann síðasta daginn en fórnaði þess í stað fossinum ægilega af mynd sem ég sýndi hér fyrr.
-
Svona þarf maður víst að þjást yfir myndunum,  það er nauðsynlegt segir kennarinn.  Ég mun því liggja yfir þessum ágætu bókum ásamt öðrum álíka.  Góðu fréttirnar eru þær að ég gefst ekkert upp þó ég kunni lítið sem ekkert, æfingin skapar meistarann.Wizard

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vertu nú ekki með þetta lítillæti - þú ert rétt að byrja....Eitt svala námskeið og svo þetta helgarnámskeið....margir eyða mörgum árum í myndlistanám. Mér fannst þér ganga þræl vel og þú hefur svo sannarlega frjóan hug...En þjáning er nauðsin eins og í skáldskap...og annari list. En það er mikið gagn í að skoða myndlist í bókum og fara á sýningar. Sjálf er ég að þjást yfir frágangi mynda á sýningu...er búin að sitja við í gær og í dag eftir vinnu....en alltaf þegar ég held að nú sé myndin klár sé ég eitthvað sem betur má fara - svo nú þjáist ég og vona að ég fái góða strauma frá bloggvinum. En ljóðin ykkar "Bratts" hjálpa mikið uppá sálartetrið núna...takk.... Vertu hugdjörf, við förum í gegn um fjarnám í vetur ég og þú !! Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 26.9.2007 kl. 20:01

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

..."óbeislað hugmyndaflug og þor til að leggja upp með eitthvað en skipta um skoðun á miðri leið"  Þetta er hreint frábært viðhorf Vilborg, húrra fyrir þér. Með þetta í farteskinu getur fólk allt sem það ætlar sér

Til hamingju með bækurnar.

Marta B Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 20:11

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk "dúllurnar" mínar...........

Vilborg Traustadóttir, 26.9.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband