Grimmd og ofbeldi

Ef maðurinn vildi ekki að drengurinn spilaði fótbolta átti hann að flytja með hann til Asíu ekki drepa hann.  Ofbeldi gagnvart börnum er ólíðandi.  Við eigum ekki að horfa til hliðar ef við verðum vör við það.  Samt er hægara sagt en gert.  Mamma og pabbi eru jú þeir einstaklingar sem börnin treysta best og líta upp til og þannig á það að vera.  Helst.  Því miður bregðumst við því trausti stundum.  Ég græt í hjarta mínu yfir örlögum þessa drengs sem hefur haft gaman af fótbolta og viljað falla inn í hópinn.  Einnig yfir yngri drengnum sem kemur að honum.  Hvað getum við lært?  Verum góð hvert við annað og vöndum okkur í samskiptum okkar við börn.  Þau læra það sem fyrir þeim er haft.
mbl.is Myrti 12 ára gamlan son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband