Litlir kassar - allir eins

Á sama tíma og allt er í kalda koli stendur Borgarstjórn Reykjavíkur í stórræðum.

Hún er að huga að skipulagsmálum í Laugarnesinu!

 Á sama tíma og auðar augntóftir og hálfbyggðar spilaborgir standa víðs vegar um borgina. Heil hverfi lúra eins og skeltimbraður útigangsmaður sem hefur lagt sig eftir fylletí og vaknar upp í útjaðri byggðarinnar.  

 Í Reykjavíkurborg búa margir einstaklingar og er ekki einmitt í því orði falið sérkenni hvers og eins.  Einstaklingur.  Einstakur maður. 

Hrafn Gunnlaugsson hefur lagt fram skemmtilegar og framsæknar tillögur að uppbyggingu borgarinnar. Hann er einstakur listamaður, skapandi og kraftmikill.

Til að eiga lifandi og skemmtilega borg eigum við að virkja sköpunargáfu og skemmtilegt ýmindunarafl borgarbúa.

Allir eru einstakir!  

Ég skora á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra að kalla nú Hrafn á sinn fund og hreinlega ráða hann í vinnu við að útfæra skemmtilega og lifandi borg. 

Borg sem þorir að taka mið af öllum íbúum sínum og gefa þeim svigrúm til að þrífast innan sinna marka.

Mikið væri nú leiðinlegt ef allir byggju í litlum kössum og öllum eins.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uppræta hreiðrinn     /  ekki bara skipta um óværu      / hvar eru óværu uppeldisstöðvar   glæpa klíku spillingar á Islandi ? hver eru HREIÐRINN ? en auðvita má ræða þetta mjög málefnalega / hvað sega þau , verðum að læra af mistökunum læra af söguni ? hafa þessi hámenntuðu kvekindi aldrei litið í bók og aldrei lesið neitt um söguna ?     UPPRÆTA umingja óværu glæpa klíku spillingar sóða langættardólga arðráns HREIÐRIN    /  Flokkseigendafélögin

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband