Dómstólaleiðin eina færa leiðin....

Það er athyglisvert að fylgjast með lýðræðislega kjörnum fulltrúum Íslands þessar vikurnar.   Fulltrúum sem lofuðu gegnsæi og opnu stjórnkerfi.

Foraætisráðherra sem leiðtogi þjóðar ætti að vísa veginn og leggja fram skýra valkosti fyrir þjóð sína.  Í stað þess hefur Jóhanna Sigurðardóttir haft í stöðugum hótunum  um hvernig allt fari á versta veg ef Icesave samningarnir yrðu ekki samþykktir orðalaust.

Forsætisráðherra situr síðan á leynifundum með Evrópubandalagsleiðtogum eins og það sé hennar einkamál hvort landið sæki um aðild eða eigi yfir höfuð einhver samskipti við bandalagið.

Það er mjög athyglisvert að fylgjast með fulltrúum lýðræðisins beita slíkum einræðistilburðum.

Steingrímur virðist berjast af einurð gegn betri Ivesave samningi enda stangast betri samningur á við yfirlýsingar hans og út frá því gæti það að vera honum pólitískt kappsmál að fá EKKI betri samning.

Miðað við yfirlýsingar hans í fjölmiðlum virðist mér að sú gæti verið raunin.  Því miður.

Ég sé ekki betur en bæði forsætisraðherra og fjármálaráðherra hafi gert sig vanhæf í málinu með yfirlýsingum sínum og tel að úr því sem komið er sé dómstólaleiðin eina færa leiðin.  

Nema ef vera kynni að gömlu nýlenduþjóðirnar fengjust til að hirða eignir bankanna sem eru á þeirra yfirráðasvæði og láta þar við sitja.

--- 

Einnig mætti í framhaldi af því fela Bretum og/eða Hollendingum að lögsækja þá menn sem eru ábyrgir í málinu og búa í London eða á Bretlandi (veit reyndar ekki til þess að neinir búi í Hollandi) og öðlast þannig hugsanlega rétt á skaðabótum frá þeim sjálfir, beint og krókalaust.

 Því ekki að láta Bretana (og Hollendingana) um það sem þeir kunna betur en við?  

Að sækja það sem farið er! 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Vilborg.

Ég er þér sammála og ég er einn af þeim örfáu sem að sjá og bendi stöðugt á þessa "Einræðis tilburði Jóhönnu ". Aldrei hefur annað eins sést.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 15:01

2 identicon

Það fer að styttast í þjóðkosninguna.

þú virðist vera á móti samþykkt Icesavelaga 2 og hafa kynnt þér dómsstólaleiðina.

Mér finnst erfitt að fá neinn botn í þetta, t.d.:

Ef þessi ólánssamingur verður felldur, hvað tekur þá við í deilunni við Breta og Hollendinga?

Þú virðist vera hlynnt dómstólaleiðinni. Mér finnst við ekki hafa fengið miklar upplýsingar um hvernig það ferli myndi verða og hvaða árangri (kostum og göllum) það væri líklegt til að skila okkur.

Hvað finnst þér vega þingst í sambandi við dómstólaleiðina og hvernig myndium við komast inn á hana? Myndum við stefna þeim eða þeir okkur og hvar og hvernær og hvað myndi gerast í millitíðinni?

agla (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 16:21

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er ekki gott að segja um þetta allt seman sem þú veltir upp agla. Mér finnst sú afstaða breta og hollendinga að vilja EKKI dómstólaleiðina næg ástæð í sjálfu sér til að skoða þá leið.

Hvað óttast þeir?

Hvers vegna hóta þeir?

Við ættum í öllu falli að ná fram mun betri samningum út á þessa afstöðu þeirra.

Þetta eru allt góðar og gildar spurningar hjá þér sem sjálfsagt fáir geta svarað upp á hár.

Stundum verður maður að henda sér í djúpu laugina og þegar fáir valkostir eru í boði "kennir neyðin oftast nakinni konu að spinna".

Vilborg Traustadóttir, 9.2.2010 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband