Ónýt ríkisstjórn.

Alvarleg atriði varðandi það hvernig Ríkisstjórn Íslands heldur á málum eru að koma fram með æ skýrari hætti en mann hefði órað fyrir.

Í bréfi forsætisráðherra til forseta koma fram alvarlegar upplýsingar um meintar kúgunaraðferðir hinna Norðurlandanna og Evrópusamfélagsins alls sem samkvæmt bréfi Jóhönnu notar Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem tæki til að kúga smáþjóð.

Nú benda þau á forsetann sem aðlalsökudólg í málefnum þjóðarinnar og kenna honum um eins og kom fram hjá viðskiptaráðherra að erlendir fjárfestar haldi nú að sér höndum.

Á sama tíma bíða aðilar sem vilja byggja gagnaver með ótal störfum, tækifærum og möguleikum ákvörðunar Ríkisstjórnarinnar með að fá að hefjast handa.

Hræðsluáróður virðist vera eina röksemd Ríkisstjórnar sem hefur ekki unnið að því sem hún var kosin til og þykist hafa efni á að halda fjárfestum sem vilja hasla sér völl hér á landi frá.

Það að Íslensk Ríkisstjórn láti það fara frá sér að Bretar og Hollendingar hafi framtíð okkar í hendi sér ef hinn umdeildi Icesae samningur verði borin undir þjóðina er auðvitað forkastanlegt og á ekki að líðast. 

Ég kalla eftir samræðum og samvinnu alls þingheims og krefst þess að skotgrafahernaður og átakapólitík verði gerð útlæg úr Íslenskum þingsal.

Ráðherrar sem ekki treysta sér til að leiða þá samvinnu en varpa þess í stað í sífellu sprengjum sem spilla fyrir samvinnu og tala síðan landið niður á vettvangi alþjóðasamfélagsins eiga frá að hverfa. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband